Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Blaðsíða 126
120
Inngangur að Passíusálmunum.
IÐUNN
nýrni siðabreytni gefinn kostur á ,;náttúrlegri“ útrás
(afnám einlífis). Guðsliugíak kristins dóms hefir liins
vegar úrættast að því skapi, sem aukin upplýsing hefir
kent mönnum að skilja, að hinir raunverulegu fjendur
]>eirra, öfl þau, sem áður voru auðkend sem reiði-
þrungin, refsandi goðmögn, eru ekki yfirnáttúrliegs eðl-
is, og um leið hvorki óræð né óviðráðanleg, heldur er
mikiil hluti af sameinaðri orkubeitingu mannkynsins.
sem stendur í þvi falinn að ráða bug á öflum þessum
— með ræðum meðulium (baráttan gegn auðinagninu,
hástétt þesis og þjóðskipulagi, gegn hinu frumstæða
verkfæri, gegn hinum lélega afrakstri einyrkjans, gegn
vanþekkingunni, o. fl., o. fl.). Þannig hefir hinn kristni
Drottinn smám saman orðið nokkurs konar kærulaus
vera, hvorki góð né vond, fyrir ofan heiminn og utan,
í líkingu við hina epíkúrisku guði, og án áhuga fyrir
því, hvern veg mannverurnar skipa kjörum sínum, lifa
eða deyja. Um leið hefir Djöfuls-hugtakið ekki að eins
úrkynjast fulJkomlega, heldur blátt áfram jafnast við
jörðu, með þeim rökum, að um leið og dómarinn er
settur úr embætti, |>á er böðlinum ofaukið.
Tvíhyggja kristins dóms var ekki fölsuð nema meö
tiiliti til afstöðuskipunar guðanna. Hún þarf ekki aö
vera falskenning enn þann dag í dag. Hún er sennilega.
hvergi sterkari, eðlisrökréttari, né bundin annari eins
örlaganauðsyn og t. d. í Sovét-Rússiandd. Það er með
fylstu rökum hægt að finna henni stað sem baráttu
mannlegrar „skynsemi" við náttúruöfiin, þar sem nátt-
úruöflin, eininig það náttúruafl, sem birtist í grimd
auðmagnsins, svara í blindni sinni og miSkunnarieysi
til hdns kristna Drottins, en alþýðan sem eining, ímynd
og samnefnari hins „guðlega-mannlega“, 6varar til Jiesú-
gervingsins; í siðara ski'ftið gæti svo farið, aö Jesú