Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Blaðsíða 81
3ÐUNN
Hleypidómar í vestrænni sagnaritun.
75
itnyndum austrænna manna. Engar brigður virðast á
það bornar, að einnig þessar hádygðir séu teknar i arf
frá Grikkjum. En jafnvel nánustu dáendur pesisarar
Þjóðar hafa ekki gert sér ýkja háar hugmyndir um
‘heiðarleik og réttsýni hins slæga Aþenumanns.
Mahaffy prófessor, einn þeirra fáu vestrænu sagna-
ritara, sem dirfst hefir að líta á Gri-kki augum raun-
hyggjumannsins, bendir meðal annars á það, að Darius
I., Persakonungur, taldi orðheldinn Grikkja vera und-
antekningu frá reglunni. Gerum vér nú ráð fyrir, að
þessi dómur Dariusar hafi verið bygður á reynslu, fer
að verða erfitt að trúa gagnrýnilaust á frásagnir
Grikkja sjálfra um viðureign peirra við Persa. Herodot
segir frá því, að Darius hafi verið svo óðfús eftir að
leggja undir sig Grikkland, að hann hafi, ávalt haft við
hlið sér þræl einn, sem átti að minna hann á þetta
■ölokna verk, svo að það hyrf.i aldrei úr huga hans.
Þegar nú þess er gætt, að Darius réð yfir ríki, sem
náði frá Miðjarðarhafi austur að indverska landshlut-
anu.m Pandsjab, er það lítið trúlegt, að honum hafi
fundist svo mikils um vert að vinna þenna lítilfjörlega
og lítt þekta klettaskaga vestur í Miðjarðarhafi. Oss
þykir öllu sennilegra, að gríski sagnaritarinn hafi fund-
ið upp á þessari sögu til þess að hefja þjóð sína í eigin
áliti. En þessi frásögn hefir gagnrýnilaust verið tekin
'Upp í kensfubækur, eingöngu fyrir þá sök, að Grikkir
- en ekki Persar — voru taldir til Evrópuþjóða.
Hér er ekki tækifæri til að hrinda frásögn Herodots
lið fyrir lið. En eitt eða tvö dæmi má nefna unr ýkjur
hans og skrök. Hann segir t. d., að á Maraþonvöllum
.hafi fallið 6400 Perisar, en ekki nema 192 Grikkir. Er
þetta senniiegt? Enn fremur segir hann, að Xerxes ha.fi
>lagt af stað mieð 5 miljóna her og 4307 skipa flota, þeg-