Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 20

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 20
130 Putois. IÐUNN Putois!« »Nei, hvað heyri ég!« »Jú, svo sannarlega«. »Er yður alvara?« »Eg er alveg viss um það. Hamt) gekk fram með veggnum á garðinum hans Tenchants.. Svo vatt hann sér inn í Abbadísargötu og það var mikill asi á honum. Eg gat ekki fylgf honum eftir«. »Var það áreiðanlega hann?« »Já, það var enginn vafi á því. Maður um fimtugt, magur og lotinn, ósköp flæk- ingslegur, í óhreinni vinnuskyrtu*. »Já«, sagði pabbi, »lýsingin getur átt við Putois*. »Þarna sjáið þér. Svo' kallaði ég líka á hann. Eg kallaði: »Putois«, og hann- sneri sér við«. »Það er aðferðin, sem lögreglumenn nota, þegar þeir vilja ganga úr skugga um, hvort þessi og þessi sé glæpamaðurinn, sem þeir eru að elta«. »Já,. sagði ég yður ekki, að það væri hann! ... Það var þá ég, sem gat haft uppi á honum, þessum Putois. Jú, ekkr var nú útlitið hans fallegt. Það var fjarskaleg óvarkárni af ykkur hjónunum að taka hann í vinnu. Eg er glögg á andlit, og þótt ég hafi bara séð hann aftan frá, þyrði ég vel að sverja, að hann er þjófur eða kannske morð- ingi. Eyrun á honum eru vansköpuð, og það er óbrigð- ult merki*. »Nei, tókuð þér eftir því, að eyrun á honum- eru vansköpuð?* »Eg sé alt. Eg skal segja yður það,. Bergeret minn, að ef þér viljið sleppa við að verða myrtur ásamt konu og börnum, þá skuluð þér aldrei' láta Putois stíga inn fyrir þröskuld hjá yður. Og farið nú að mínum ráðum: Látið þér breyta öllum læsinguro hjá yður«. Nú kom það fyrir frú Cornouiller nokkrum dögum' síðar, að stolið var þrem melónum úr matjurtagarðii hennar. Nú fanst ekki þjófurinn, og því grunaði hana Putois. Vopnaðir lögregluþjónar voru sendir að Sælu- völlum, og niðurstöður þeirra styrktu grunsemdir frú Cornouiller. Einmitt um þetta leyti voru á sveimi þjófa-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.