Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 77

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 77
JDUNN íslenzkar samtíðarbókmentir. 187 bergur er meistari í eins og öðru, á drjúgan þátt í svipnum á Bréfi til Láru (sem annars er í skemtistíl). Þessi blær, sem hann hefur fram yfm Laxness t. d., hverfur aldrei til fulls af neinu, sem hann skrifar. Þrátt fyrir alt, allar ýkjurnar, allar hinar skemtilegu og óskemti- legu fjarstæður, kemur fram á hverri blaðsíðu hjá hon- um einhver snefill af einfaldleik og stílfestu fornra rita. Stíll og sannleikur! Kumpánar tveir, sem aldrei semur til fulls. Því meiri töfrar, sem leynast í stílnum, því meiri brögðum, sem þar er beitt, því meiri háski er sannleikanum búinn. Og því meiri hætta er á, að höf- undurinn yfirgefi sannleikann vegna stílsins. Vér munum víkja að þessu, þegar að Laxness kemur. En hvað um Þórberg? Hvað um Bréf til Láru? Höfundurinn gefur sjálfur bendingu: bréfið er í skemtistíl. Gamni og alvöru er hér fléttað saman, lesandinn verður að greina það að sjálfur, ef hann getur. En er það eðli höfundar, sem speglast í stílnum, eða ræður þar hugvitsamlegur út- reikningur? Ég hygg, að mestu Ieyti hið fyrnefnda: Höfundinum bjó í brjósti svo margt, sem vildi birtast í orðum. Hann varð að hlýða rödd eðlisins. Þórbergur er fabulaíor, segjandi, gæddur ríkri frásagnargáfu, ímynd- unarafli, hugkvæmni, kýmni, fimleik, sem vill fá að njóta sín í riti. Og hvað er um efnið að segja? Efnið, það er í skugga af frásögninni, stílsnildinni! Stíll Halldórs Kiljans Laxness er ákaflega margbreyti- legur. Hann nær frá barnasögunni (sjá Vefarann, k. 19 og áfram) til hins margbrotnasta og andhverfasta sálar- lífs og getur speglað flest af því, sem er þar á milli. Oetur — gerir að vísu ekki altaf. Stíllinn er oft eins °S gárað haf, fullur af óvæntum samlíkingum og fárán- íegum prðtökum, sem aðeins eru höfundarins eign, og lýsir hann því ekki nema stundum rétt sálum annara

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.