Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 93

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 93
ÍÐUNN Efnisheimur. 203 að sandkornin liggja kyr i steininum, en efniseindirnar •eru á fleygiferð sí og æ. Efnin flokkuð. Nú á tímum skifta menn á þessa leið öllum efnum í flokka: 1. Frumefni. 2. Samsett efni. a. Efnablöndur. b. Upplausnir. c. Efnasambönd. Frumefni telja menn sérhvert efni, sem eigi verður sundur greint í önnur efni og eigi heldur búið til með sameining efna. Alt annað eru samsett efni. Sjaldan getur skynjanin ein frætt oss um, hvað séu frumefni eða samsett efni. Þannig er kopar frumefni og zínk annað frumefni, en látún er eigi frumefni, heldur efnablanda af kopar og zínki. Ætla mætti nú, sakir fjölbreytni tilveru vorrar, að frumefnin væru geysimörg, en svo er þó eigi. Nú munu fundin 92 frumefni, og ýmsar líkur eru til þess, að eigi séu fleiri til. Sum af þessum frumefnum eru frjáls í nátt- úrunni og lítt eða eigi í samböndum við önnur efni, en oftast er hið gagnstæða. Ein þrjú frumefni skapa mest alt skurn jarðar, svo langt niður sem kunnugt er. Þau eru: súrefni, kísill og alúminíum. Mestur hluti andrúms- loftsins er aðeins tvö frumefni: köfnunarefni og súrefni, og eru bæði frjáls, en eigi sameinuð. Sum af þeim efn- um, sem lítið er um, virðast einnig mjög nytsöm og mikil- væg. Má þá nefna kolefnið. Það er víða fólgið í jörðu, oftast nær í flóknum samböndum. Lítið eitt felst í höf- unum og andrúmsloftinu, en nægir þó til þess að fæða jurfirnar, og þar með alt líf, sem hrærist á jörðunni. Sjaldgæfast af öllum efnum er undraefnið radíum, en það er einnig skammlífast, ef svo má að orði kveða, og svo fágætt af þeirri sök. Auðugustu radíumnámur geyma sem svarar einu sandkorni, eða 0.15 grömmum í heilli smálest, og eigi eru til nema fáein grömm í vörzlum ^anna. Þegar radíum fanst, högguðust allar kenningar 'Kanna um varanleika frumefnanna, því að menn fundu, að það var afkvæmi annars cfnis, sem úran heitir, og

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.