Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1935, Page 26

Kirkjuritið - 01.01.1935, Page 26
14 Fæddur til þess að fækka tárunum. KirkjuritiS. undir leiðsögn Guðs til þess, að endurreisnin komi skjótt, endurfæðing sannrar trúar. Og af slíkri vakningu á að leiða ný skipun á félagsmálunum. Nú þegar er unt að eygja nýju kirkjuna rísa, nýju fjölskylduna, nýju menninguna, nýju skiftinguna á jarðargæðunum ávöxt andans“. Ásmundur Guðmundsson. Fæddur til þess að fækka tárunum. í ávarpi til gagnfræðinga 1934 komst Sigurður Guð- mundsson skólameistari á Akureyri meðal aiinars svo að orði: „Vér fáum eigi efast um raunveruleik manu- legrar þjáningar og mannlegra sára. Þjáningin vofir sem voða-gammur yfir öllu lífi, og þessvegna fáum vér eigi forðast liana né flúið. Það er einnig víst, að vér þráum allir linun á þjáning vorri, í liverju gervi sem hún mæðir oss. Vér þráum allir raunabót og sárabót. Af þessari miklu staðreynd, óvefengjanlegri sem dauð- inn, virðist mér leiða eitt boðorð, sem eigi verður rengt né efað, að ldýða ber. Séra Matthías kom eilt sinn, í viðræðu við ungan skólapilt, að likindum á sama reki og' þið, einfaldlega og eftirminnilega, orðum að þessu mikla lífsboði. Sveinninn sýndi honum kvæði eftir sig. Skáldið lét lítið yfir Ijóðunum. I stað þess bað hann piltinn að vanda vel alt, sem liann setti saman, og vanda líf sitt. Og hann bætti við: „Því að ])ú ert fæddur til þess að fækka tárunum í veröldinni

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.