Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1935, Side 31

Kirkjuritið - 01.01.1935, Side 31
KirkjuritiS. SÓLARSÝN. Miðsvetrarblót voru í heiðnum sið framin til að fagna sól og lang'degi. 1 kristnum sið svara jólin til miðsvetr- arblóta. En í rómverskum sið voru þau hátíðleg bald- in sem íæðingarbátíð Míþra sólgnðs og voru táknræn bátíð um það, að dýpstu lægð skammdegisins væri náð, og þaðan frá æki sól á norðurvega og dag tæki að lengja. Og af því að kristnir menn litu á spámanninn Jesúm Krist sem eins konar andlega sól, leiðarljós i andleg- um efnum, þá þótti kirkjufeðrunum vel til fallið, að fagna fæðingu Iians á þessum vegamótum ljóss og myrkurs. Þannig er miðsvetrarfagnaður sá, sem vér kristnir menn höldum, bæði heiðins og kristins uppruna, og fer vel bvorttveggja merkingin. Því að hátíðin ber með þvi móti enn gleggri vott um ljóssækinn bug mannkynsins. Það er hin sama hugsun, sem liggur til grundvallar fyrir þessum fagnaði og' vakir fyrir böfundi Hávamála, er hann kveðnr. Eldr es baztr með ýta sonum ok sólarsýn. Þetla var jólaguðspjall forfeðra vorra, og það getur einnig verið vort guðspjall, jafnt i eiginlegum sem and- legum skilningi. Enda þótt vér séum ekki beinlínis sól- ardýrkendur eins og margar þjóðir bafa verið — og er sá átrúnaður ekki ógöfugur — þá vitum vér það samt, að sólin er vor raunverulegi aflgjafi, yl- og ljós- §jali hér á þessari jörð, hvernig sem háttað er hinum opprunalega lífgjafa, sem heimana skapar. Og læltnarn- 2*

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.