Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1935, Page 33

Kirkjuritið - 01.01.1935, Page 33
Kirkjuritið. Sólarsýn. 21 armiði: Hann er enginn vernleiki, sem er ntan við oss sjálf. Fram hjá hnjúknum i sögu Gests Pálssonar þutn aldirnar eins og eitt einasta augnablik. Tíminn hef- ir það eitt innihald eða gildi fyrir oss, sem hugsanir vorar, tilfinningar og störf gefa honum, og þau atvik, sem utan við oss verða. Tíminn er líf sálarinnar! Og á sama hátt hefir Guð lagt eilífðina í brjóst mannsins, eins og Ritningin kemst að orði. Það er að segja: Eilífð- in hefir þá eina merkingu fyrir oss, hvernig lífið spegl- ast í djúpi sálarinnar. Og þetta er það, sem allir dul- spekingar og spámenn hafa átt við, þegar þeir hafa tal- að um eilífðina. Þeir hafa ekki talið eilífðina fyrst og fremst endalausan tíma, heldur tilfinningar og hugs- aiiir, sem eru svo magnmiklar, að þeirra djúp er óend- anlegt. Þegar maðurinn hlýtur slíka reynslu, þá fyrst er hann farinn að lifa í eilífðinni, þá fyrst getur liann irúað á eilífðina. Og þetta er það, sem Jónas Hallgríms- son á við, þegar hann kveður eftir vin sinn, séra Stefán Pálsson: » „Hvað er langlífi? Lífsnautnin frjóva, alefling andans og athöfn þörf; margoft tvítugur meira hefir lifað svefnugum segg, er sjötugur hjarði“. Hversvegna er ég nú að staðnæma hugsun vora við þessi tvö hugtök tíma og eilífð og leita skilnings á þeim? Það er vegna þess, að mín trú er sú, að sólarsýn xkilriinsgins sé bezt í öllum efnum og það sé skilning- urinn, sem oss vanhagar mest um á hverju ári og um hver áramót. Og vor miðsvetrarblót eru ennþá haldin til að fagna sól og birtu. Það er margt talað um hin ytri teikn tímanna, sem mest ber á, svo sem ófriðar-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.