Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1935, Page 76

Kirkjuritið - 01.01.1935, Page 76
64 Erlendar fréttir. KirkjuritiS. Mussoltni hefir boðið öllum skólastjórum á Ítalíu að leggja mikla áherzlu á, að nemendur kynnist Nýja-testamentinu sem bezt. Samkvæmt erfðaskrá Sadhu Sundar Singh’s hefir húsi hans verið breytt í klaustur, og dvelja þar nú fjórir „Sadhuar", sem hafa sér til framfærslu tilskilda upphæð, ánafnaða af Sundar Singh. Síðustu orð Hindenburgs við Múller ríkisbiskup voru þessi: „Sjáið þér um, að Kristur sé prédikaður alstaðar í ríkinu“. Siðastliðið ár hefir meðlimum kirkjunnar fjölgað mikið í Austurríki. í Vínarborg hafa 20000 horfið til kaþólsku kirkj- unnar, 3000 til hinnar gamalkaþólsku og rúm 9000 til evangelsku kirkjunnar. Al' hinum síðasttöldu voru flestir jafnaðarmenn. Hið sama á sér stað um alt ríkið. Árlega er lialdin bókasýning á Spáni, og þótti hin síðasta tak- ast einkar vel. Sérstaka athygli vakli sýning Brezka Biblíufé- lagsins. Það sýndi bækur sínar í 40 sölum undir laufkrónum við einhverja fegurstu skemtigötu höfuðborgarinnar. Var þar altaf j)röng mikil dagana 10, sem sýningin stóð. Seldust þá alls 1382 Biblíur, 1054 testamenti og 32272 guðspjöll eða önnur rit Biblíunnar. Alls 34708 bindi. Var sú sala enn meiri en noklc- urir höfðu áður gjört sér vonir um. 3 •<=>*<=> ♦<==>♦<=> +<=>4C= C Bókaverðlaun, 15 til 47 króna virði, til þeirra, er útvega kaupendur að ,Kirkjuritinu‘. Þeir sem útvega 5 kaupendur, fá 5 árganga af „Presta- félagsritinu“, eftir vali bókavarðar Prestafélagsins; þeir sem útvega 10 kaupendur, fá 3.—16. árg. af sama riti; en þeir, sem 15 kaupendur útvega, fá auk þess 1. árg. ritsins, meðan upplagið endist. Útsölumenn vitji verðlaunanna hjá bókaverði félagsins, séra Helga Hjálmarssyni, Hring- braut 144, sími 4776, Reykjavík, en standi honum fyrst skil á áskriftargjaldi kaupendanna, að frádregnum 20% í sölulaun. — Verðlaun þessi ná ekki til skyldurita presla.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.