Kirkjuritið - 01.11.1935, Page 12
372
Magnús Jónsson:
Kirkjuritið.
Dr, Valdiniar Brieni, skáldbróðir Matthiasar, hefir
vakið athygli á versinu: í gegnum lífsins æðar allar.
Hann segir um það: „Hygg eg að það sé skáldlegast vers
i öllum íslenzkum sálmakveðskap, og jafnvel þótt lengra
sé leitað. Svo dýrleg lýsing á sköpunarverkinu lield eg'
að livergi sé til annarsstaðar“. Orð slíkra manna eru elcki
að litlu metandi. Hann nefnir einnig sálminn: Minn
friður er á flótta. Sá sálmur er að hljómblæ ekki ólíkur
sálminum, sem áður var nefndur: Ó, maður, hvar er
hlífðarskjól. Báðir minna á egipska jjýramida eða stæll
hamraberg. Þar er ekki hlaðið úr smávölum.
Það er undarlegt, að sami maður skuli svo eiga harns-
legt kvak eins og það, sem kemur fram i ferðabænum
hans og barnasálmum. Hann er eins og voldugt organ,
með mörgum registrum, og oft skiftir liann um í sama
sálmi. Hann ræðir málið rólega, hann viknar eins og
barn, hann hrýnir raustina eins og lierforingi, hann
strýkur um vangann og segir: Vertu rólegur góði minn,
það er engin hætta á ferðum, en á sama augnabliki
þruma hásúnur, eins og múrar Jeríkóiborgar eigi að
hrynja. I sömu andránni eru í huga hans sólin, sem
upplýsir himingeiminn, og ormurinn, sem er falinn niðri
i moldinni. Það er alt jafn stórt eða jafn lítið, jafn mik-
ilvægt eða jafn fánýtt, við hlið þess, sem er alt: Guð og
hans börn og þeirra samband. Þó að þessi dæmalausu
blæbrigði komi víða fram í sálmum Matthíasar, hygg
ég þó, að þau sjáist óvíða betur en í sálminum: Hvað
hoðar nýárs blessuð sól. Ég held, að sá maður ætti að
athuga vel sinn andlega hag, sem ekki finnur neinn yl
eða hræringu frá þeim sálmi, og vil ég' þó engan veginn
segja, að hann sé skáldsins bezti sálmur.
Þá er það einkenni á mörgum sálmum Matthíasar,
livernig kraftur þeirra stígur, ferðin eykst, arnsúgur-
inn í flugnum þyngist, faðmurinn verður víðari og víð-
ari, fjaðurmagnið í hugsuninni stælist, fylkingar hugs-
ananna þéttast og orðin flæða inn í hugann og fossa úl