Kirkjuritið - 01.11.1935, Side 34

Kirkjuritið - 01.11.1935, Side 34
394 Sveinn Víkingur: KirkjuritiS. blóminu, sem grær og vex meS undursamlegum hætti, ef rétt broskaskilyrði eru fyrir hendi, eða harninu, sem aldrei fæst til að brosa í faðmi þess, sem tekur það með valdi. Frelsið er ekki fyrst og fremst fólgið í því taumleysi og óstýrilæti, sem slítur alla fjötra og opnar allar dyr, heldur er það fólgið í viðsýni og þekking, þroska og trú mannanna sjálfra. Það stoðar lítið að opna dyrnar fyrir blindum manni. Það getur orðið til þess, að hann ani út í hina mestu ófæru. En væri hinum blinda gefin sýn, inundi hann bæði sjá til að opna dyrnar og komast þangað, sem liann vill. Viðsýni og þekking eru frelsisgjafar og frelsisverðir. Þvi víðsýnni og mentaðri sem maðurinn er, því frjálsari verður hann, því fleiri dyr opnast honum, því fleiri leiðir sér liann til þess að velja um. Þroski mannanna líkamlegur, en þó einkum siðferðilegur, er einnig frelsisgjafi. Vegna vanþroska, vegna skorts á siðferðilegu þreki og festu, eru mennirnir sífelt að svipta sjálfir sjálfa sig frelsinu og gjöra sig að ánauðugum þrælum, þrælum óhófs og eitur- nautna, þrælum tízku og tildurs, þrælum ofstækis og skaplasta. Án siðferðilegs næmleika og festu getur hvorki þjóð né einstakl- ingur orðið frjáls. Siðast en ekki sízt er það trúin, sem er traustasti frelsisvörðurinn og máttugasti frelsisgjafinn. Það er ekki ófyrirsynju, að vér nefnum Jesú Iirist frelsara mannanna. Trúin — traustið á sigur réttlætisins og kærleikans i alheim- inum og í hverri sál, samfara fullvissunni um framhaldslíf eftir dauðann og eilíft gildi hverrar mannssálar, hún gefur óhjákvæmi- lega víðari og frjálsari útsýn yfir gjörvalla tilveruna, hún sýnir oss nýtt mat á verðmætum lífsins, hún kennir oss að virða rétt mannanna, ekki aðeins rétt þeirra til Hfsins, heldur einnig rétt þeirra til þroska og frelsis. „Þar sem andi drottins er, þar er frelsi“. Ég hygg, að þessi orð postulans lýsi næmari og réttari skilningi á frelsishugsjón- inni en nútiðin hefir til að bera, nútiðin, sem hervæðir þjóð gegn þjóð til að sækja frelsið eða verja það á vopnaþingi hnefa- réttarins. Þar sem andi drottins ríkir, þar sem mennirnir eign- ast og varðveita bjartsýni og trú Jesú Krists, siðferðilegan hrein- leika og eldheitan áhuga fyrir málefnum, sem menn finna, að eru stærri en maður sjálfur, slíkur maður á frelsið í æðstum skilningi, og það engu síður, þólt hann sé lineptur í fjötra eða negldur á kross. Frelsið í æðstum skilningi þess orðs lýtur engu ytra valdi, óttast enga hótun, hræðist ekkert ofbeldi. Frelsið, í æðstri merkingu, býr í sál þess manns, sem engu lýtur nema rödd Guðs, sem hann heyrir ekki sem ytra valdboð, venju eða

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.