Kirkjuritið - 01.11.1935, Qupperneq 15

Kirkjuritið - 01.11.1935, Qupperneq 15
Kirkjuritiö. Matthías Jochumsson. 375 Kom til að lífga, fjörga, gleðja, fæða, og frelsa, leysa, liugga, sefa, græða. f brosi þinu brotnar dauðans vigur; í blíðu þinni kyssir trúna sigur! En megin þorri þessara sálma er þýðingar úr ýms- um málum. Og þar á meðal eru nokkrir, sem óhugsandi er að halda utan við sálmabókina til lengdar. Þar er t. d. Hærra minn Guð til þín, Hellubjarg og borgin min, Lýs milda ljós, Hve sæl, ó hve sæl er hver leikandi iund, Drottins kross, þitt lof að ljóða. Og þar er ein meistaralegasta sálmsþýðingin sem til er: Fögur er fold- in, þar sem fullkominn sálmur er settur á nýtt mál með svo mikilli fegurð, ró og tign, að hvergi er slakað á. Og þar er loks þýðing á sálminum „Ahide vvilh me“, Eins og kunnugt er orti séra Stefán Thorarensen þennan sálm upp á íslenzku svo snildarlega, að þar eigum við tvímælalaust einn yndislegasta sálminn í sálmabókinni. En þætti þessa fagra sálms, í íslenzkri sálmasögu, var ekki þar með lokið. Matthías þýðir hann hér með svo himneskum innblæstri, að ég get ekki annað fundið, en að þar sé eitt hið hezta, sem hann hel’- ir gert í þessari grein. Þó að menn hafi náttúrlega að- gang að þessum sálmi, í „Þitt ríki komi“, vil ég samt tilfæri hann liér, sem dæmi þess, hvernig Matllúas gat þýtt: Ver hjá mér, herra, dagur óðum dvíu; Ó, drottinn, ég hef lengi saknað þin; í æskuglaunmum gleymdi sál min þér, i gleðidraunmum ugði’ eg lítt að mér. En þegar loksins lækka tók mín sól, ég leita fór og spyrja: „Hvar er skjól“? En veröld gegndi: „Veika dauðans hey, |)in von er fánýt, — Guð þú finnur ei“. Þá hræddist ég. „í húmi þessu ég dey“, ég hrópa tók, „ef Guð minn finn ég ei“. Og brjóst mitt tók að buga kvöl og nauð, þá birtist þú og gafst mér lífsins brauð.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.