Kirkjuritið - 01.11.1935, Side 18
378
Magnús Jónsson:
Kirkjuritið.
Erindið verður að skoðast á bakgrunni kvæðisins.
Kyrð þess og tign sést þá fyrst, er hafðir eru í huga
stormar og sviftibyljir kvæðisins.
En þetta sama sést alstaðar, þar sem eins stendur á.
Það er ekki gott að seg'ja með hverju á að freista þess
manns, sem alt í einu brýst undan liverju fargi og æpir:
Fyrir hálmstrá herrans jötu frá
hendi ég öllu, lofti, jörð og sjá!
Og efasemdirnar eiga ekki liægan leik, þegar skáldið
svarar öllum árásum örvætingarinnar með þessari
livellu lierforingja skipun:
Nei, hættu sál mín! verði drottins vilji!
hann veit, hann veit, hann veit, þótt ég ei skilji!
Hvar sem Matthías nær hæstum tónum hljómar trú-
arstrengurinn. Ég ætla ekki að tala um eftirmælin, sem
flest eru beinlínis trúarljóð. Eða kvæðin miklu um af-
burðamenn eins og t. d. Hallgrím Pétursson og Guð-
brand biskup, eða um fræga staði.En hitt er meira, að jafn-
vel liafísinn, „landsins forni fjandi“ verður aðeins til
þess, að snerta trúarstrenginn svo að liann kveður við,
liærra en allir frostbrestir:
Veikur maður, hræðstu eigi, hlýddu,
hreyk þér eigi, þoldu, striddu.
Þu ert strá, en stórt er drottins vald.
Hel og fár þér finst á þínum vegi;
fávís maður, vittu, svo er eigi,
haltu fast í Herrans klæðafald!
Lát svo geisa lögmál fjörs og nauða,
lífið hvorki skilur þú né hel.
Trú þú: — upp úr djúpi dauða
drottins rennur fagrahvel.
Eða tökum til dæmis kvæðið Leiðslu, þetta kvæði,
sem mest allra kvæða hefir yfir sér einhvern ójarðnesk-
an blæ, eitthvert „töfrandi tröllheimaspil“. Undir öllum
þeim óteljandi registrum, sem þar ljóma, svo að lesand-
inn hreint og beint missir ráð og rænu, nötrar loftið af