Kirkjuritið - 01.11.1935, Side 23

Kirkjuritið - 01.11.1935, Side 23
Kirkjuritið. Matthías Jochumsson. 383 af auðæfum sinum — og auðgaðist af verkum hans. — Hann vildi efla mentun allra, kvenna sem karla: ,,I sálarþroska svanna býr sigur kynslóðanna, og hvað er menning manna, ef mentun vantar snót?“ ()g hann vissi vel, hvert er takmark allrar sannrar mentunar: „Margt er að læra, ljúfu mentayinir, en listin æðst er þó að verða menn, sem verði sinnar þjóðar heillahlynir“. „Andans sigur er æfistunda eilífa lífið“... Þess hefir oft verið getið, hve mikla þakkarskuld menning vor á Matthíasi að gjalda fvrir liin sögulegu minningarljóð hans og fyrir þýðingar hans á ýinsum snildarverkum heimsbókmentanna. Mun ég ekki gjöra þetta að umtalsefni. En að síðustu vil ég víkja i fáum orðum að sálmum hans, sem ég hygg að niuni ef til vill verða langlífastir af öllum skáldskap hans. í sáhnabók vorri hinni almennu eru aðeins eftir hann 16 sálm- ar frumsamdir og 10 þýddir. En í; þessum flokki eru ýmsar dýr- mætustu og tærustu perlur íslenzkra sálma, svo sem: í gegnum lífsins æðar allar, Legg þú á djúpið, Fyrst boðar Guð sitt blessað náðarorðið, Minn friður er á flótta, Hvað boðar nýárs blessuð sól, Ó maður, livar er lilífðarskjól, Þú Guð míns lífs, Faðir and- anna. Þessir sálmar eru allir frumsamdir. Meðal þýðinganna eru t. d. Ó þá náð að eiga Jesúm, Við freistingum gæt þín, og Ó blessuð stund er burtu þokan líður. í sálmabókarviðbæti séra Haralds Níelssonar, „Þitt ríki komi“, eru 9 sálmar frumsamdir og 37 þýddir. Þar eru meðal hinna frum- sömdu sálma ættjarðarljóðin: Gnæf þú yfir sæ og sand, lofsöng- urinn óviðjafnanlegi: Ó Guð vors lands, og jarðarfararsálmur, sem hefst með þessu inndæla erindi: „Hvað er liel? Öllum líkn, er lifa vel, engill, sem til lífsins leiðir, ljósmóðir, er hvilu breiðir, sólarbros, er birta él heitir liel“. Af þýðingum má nefna: Fögur er foldin, Hve sæl, ó hve sæl er hver leikandi lund, Hærra minn Guð til þín, Ver hjá mér, herra, dagur óðum dvín, Lýs, milda ljós. — Sumir þessara sálma

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.