Kirkjuritið - 01.11.1935, Qupperneq 32

Kirkjuritið - 01.11.1935, Qupperneq 32
Kirkjuritið. FRELSI. PRÉDIKUN Á FULLVELDISDAGINN. Eftir séra Svein Víking. ,,En þar sem cmdi drottins er, þar er frelsi“ (II. Kor. 3,17). Frelsi. — Hvílíkuin eldi hefir þetta eina or'ð farið um hugi mannaníia! Hvílíkar fórnir hafa því veriS færSar um aldir! Skáldin hafa ort um það ódauðleg ljóð. Tónlistarmennirnir hafa heigað því seiðmagn samhljóðanna. Myndhöggvararnir hafa meitlað því hin stórfeldustu minningarmerki í marmara og málm. Málararnir hafa tignað það í línum og litum. Mælsku- menn hafa helgað því gáfu sína og orðsnild og rithöfundarnir skráð um það óteljandi bækur, musteri hafa því verið reist og ölturu bygð, þar sem það hefir verið tignað og tilbeðið eins og guð. Og á altari frelsisins hafa þjóðirnar löngum lagt sínar stærstu fórnir. Þar hefir fórnað verið dýrmætu blóði hraustra sona. Fyrir frelsið hafa miljónir manna ruðst fram á vígvell- ina og látið þar líf sitt með hryllilegum hætti. Og þó hefir sennilega ekkert orð verið hrapallegar misskilið eða því háska- legar misbeitt en orðinu frelsi. Saga baráttunnar um frelsið er ein stærsta harmsaga verald- arinnar. Hún er blóði drifin og tárum vætt svo að segja á hverri blaðsíðu. Sú saga sýnir, að frelsið hefir verið þjóðunum hvort- tveggja í senn dýrmætt og dýrkeypt. En sú saga sýnir einnig, að frelsið hefir orðið þjóðunum svo dýrkeypt, sem raun er á orðin, vegna þess, að frelsið hefir verið talið fólgið í þvi, að brjóta hömlur og slita fjötra. Og samkvæmt þvi hefir svo frelsið verið sótt og varið með valdi hnefaréttarins fyrst og fremst. Enn í dag leitast þjóðirnar við að tryggja frelsi sitt með valdinu, valdi vígbúnaðar og herafla. Og með valdi er frelsinu haldið fyrir þeim þjóðum, sem þrá það, en ennþá hafa ekki öðlast það. En nú vil ég minna á þá staðreynd, sem er harla eftirtektar- verð, að engin af æðstu og dýrustu verðinætum mannsand-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.