Kirkjuritið - 01.11.1935, Side 26
Kirkjuritið.
AÐALFUNDUR „HALLGRÍMSDEILDAR‘‘
Á AKRANESI 3.-5. SEPTEMBER 1935.
Þriðjudaginn 3. sept., kl. 8% e. h., hófst (i. aðalfundur presta-
félagsdeildarinnar „Hallgrímsdeildar" á Akranesi, með guðsþjón-
ustu í Akranesskirkju. Prédikaði séra Ásgeir Ásgeirsson prófast-
ur i Hvammi, og lagði út af Jóh. 15, 26—27.
Fundinn sátu ellefu prestvígðir menn, og auk þess Ólafur B.
Björnsson kirkjuráðsmaður á Akranesi.
Daginn eftir hófst fundur aftur kl. 10 f. h., og sungu fundar-
menn morgunsálm. Því næst hóf séra Bergur Björnsson umræð-
ur um barnafræffsluna. Tóku 4 prestar síðan til máls. Var eng-
in samþykt gerð um málið, en ýmsar bendingar gefnar, sem
fundarmenn töldu sér holt að íhuga.
Fundi var slitið um liádegi, en að lokinni máltíð fóru fundar-
menn í boði séra Þorsteins Briem og Ólafs Björnssonar i hifreið
aff Saurbæ og í Vatnaskóg. Þágu þeir góðgerðir hjá séra Sigur-
jóni í Saurbæ, og skoðuðu staðinn. Var síðan haldið til baka
á Akranes.
Um kvöldið flutti séra Þorsteinn L. Jónsson erindi í kirkj-
unni, er hann nefndi: IJvaff er kristindómur?
Fimtudaginn 5. sept. var fundur settur kl. 10,15, og sungu
fundarmenn sálm í fundarbyrjun. Var fyrst á dagskrá:
Skýrsla félagsstjórnarinnar.
Skýrði formaður frá störfum stjórnarinnar á liðnu ári, og gal
um, að fluttir hefðu verið fyrirlestrar á vegum deildarinnar af
séra Sigurjóni Guðjónssyni bæði við Hvanneyrarskóla og Reyk-
holtsskóla. Þá skýrði hann frá því, að nefnd sú, sem kosin var
á síðasta fundi til að tala við Jón Ásbjörnsson um gjöf hans,
hefði fengið frá honum svohljóðandi svar:
„Samþykkur stofnun „Skálholtssjóðs“, enda náist það mikið fé
með samskotum, að gerlegt sé að stofna sjóð af“.
í samræmi við þetta svar ákváðu fundarmenn að skjóta
saman í sjóðinn 10 kr. liver, og greiddu þegar tillög sin tíu fund-
armenn. Var sjóðurinn þar með stofnaður, samkvæmt samþykt
síðasta fundar og samþykki gefanda.