Kirkjuritið - 01.11.1935, Side 16

Kirkjuritið - 01.11.1935, Side 16
Magnús Jónsson: Kirkjuritið. Þá lukust upp mín augu, herra kær, hve ásýnd þín var náðarrík og skær. Ó, hvílík sæla hresti’ og gladdi mig. Ó, hvilik sæla, Guð, að finna þig! Ó, herra, dvel nú það sem eftir er, og aldrei framar lát mig týna þér, þvi mér er betri kvöl við Jesú kross en konungstign, ef misti’ eg þvílíkt hnoss. Senn slokna öll mín litlu gleðiljós, og líf mitt fjarar senn við dauðans ós, og húmið stóra hylur mina brá: Ó, herra Jesú, vertu hjá mér þá! IJað verða sennilega um fimtíu sálmar, frumsamdir og' þýddir af Matthíasi, sem munu lifa áfram í sálmabók íslendinga. En þó að sálmarnir séu ekki fleiri en þetta, liefir hann með þeim trygt sér ævarandi lof og þakklæti allra þeirra, sem færa vilja Guði lof og þíða hjarta sitt með sálmaflutningi. Að vísu er vandi að spá eða gera samanburð á því, sem löngu er gagnskoðað og liinu, sem er nýtt, en það er ekki hægt að verjast þeirri hugs- un, að Matthías hafi sezt í öndvegið við lilið Hallgríms Péturssonar, það öndvegi, sem gnæfa mun löngu eflir að allar þúfur, og jafnvel mikil fell, eru horfin undir sjónhringinn. Og er ekki stórkostlegt að virða fyrir sér ættarmótið milli þessara tveggja manna: Rétttrúnaðar- klerksins á 17. öld. sem ekki þekti neilt hringl i trúmál- um, og leitandans friðlausa um aldamótin 19 hundruð, sem svalg í sig hvert „kerfið“ eftir annað, og vissi naum- ast hvað hann átti að velja. Nú syngja báðir svo, að eng- um detlur í hug að spyrja um stefnur eða skoðanir, syngja báðir um hið eina nauðsynlega. Eg veit minn Ijúfur lifir lausnarinn himnum á segir Hallgrímur. Og Matthías segir:

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.