Kirkjuritið - 01.11.1935, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.11.1935, Blaðsíða 27
Kirkjuritið. „Hallgrímsdeild“ Prestafélagsins. 387 Þá skýrði ritari deildarinnar fyrir hönd gjaldkera frá fjárhag deildarinnar, og gat þess, að deildin ætti í sjóði kr. 160,00. Greiddu allir viðstaddir fundarmenn gjöld sín tii deildarinnar en samþykt var tillaga þess efnis að skora á gjaldkera deildar- innar að senda þeim félagsmönnum reikninga, sem skulda árs- gjöld sín. Nefnd var kosin til að koma með tillögur um messuskifti og fyrirlestra við skólana á deildarsvæðinu. Einnig var samþykt að kjósa 3ja manna nefnd til að gera til- lögur í málinu um skipun prestakalla. Þá vakti séra Sigurður Ó. Lárusson máls á eftirlaunakjörum prestsekkna. Urðu nokkrar umræður um málið, og var samþykt svolátandi lillaga frá frummælanda: Hallgrímsdeild skorar á Prestafélag íslands að fá því til leið- ar komið við stjórn Starfsmannafélags ríkisins, að hún iáti end- urskoða gildandi lög um lifeyrissjóð embættismanna, sérstak- lega ákvæðin um lífeyri ekkna þeirra. Samþ. í einu hljóði. Fundur var settur að nýju kl. 2,30 e. h. Nefndin um messu- skifti skiiaði störfum, og voru tillögur hennar á ])á leið, er nú greinir: Séra Jósef Jónsson messi í Nesþingum. Séra Þorsteinn Briem messi í Hestþingum. Séra Ásgeir Ásgeirsson messi í Staðastaðarprestakalli. Séra Björn Magnússon messi í Akranesprestakalli. Séra Ólafur Ólafsson messi í Stykkishólmsprestakalli. Séra Þorsteinn L. Jónsson messi í Hvammsprestakalli. Séra Magnús Guðmundsson messi í Reykholtsprestakalli. Séra Kjartan Kjartansson messi í Setbergsprestakalli. Séra Bergur Björnsson messi í Stafholtsprestakalli. Séra Einar Guðnason messi í Prestbakkaprestakalli. Séra Sigurjón Guðjónsson messi í Miklaholtsprestakalli. Séra Sig. Ó. Lárusson messi í Saurbæjarprestakalli. Séra Eirikur Albertsson messi i Suðurdalaþingum. Séra Jón Guðnason messi í Borgarprestakalli. Var þessi tillaga samþykt í einu hljóði. Nefndin hafði fengið loforð séra Þorsteins L. Jónssonar um að flytja fyrirlestra við Hvanneyrarskólann, en séra Björns Magnússonar um fyrirlestra við Beykholtsskólann. Þá var tekið fyrir frumvarp launamálanefndar um skipun prestakalla, og hafði framsögu próf. Þorsteinn Briem. Lagði hann fram svo- hljóðandi tillögu frá nefnd þeirri, sem kosin var í málið: 25

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.