Kirkjuritið - 01.11.1935, Qupperneq 28

Kirkjuritið - 01.11.1935, Qupperneq 28
388 ,,Hallgrimsdeild“ Prestafélagsins. Kirkjuritið. Fundur Hallgrímsdeildar Prestafélags íslands 3.—5. sept. 1935 lýsir yfir: Að hann er algerlega mótfallinn frumvarpi launamálanefndar um skipun prestakaila, og telur það frumvarp hvorki miða til hagsbóta ríkissjóði né prestunum, en liinsvegar til stórkostlegs niðurdreps öllu kirkjulegu starfi í landinu. Hinsvegar telur fundurinn, að komið geti til mála, að fela prestum í nokkrum hægum og fámennum prestaköllum aukin kenslustörf, einkum unglingafræðslu. Tillagan var samþykt í einu hljóði. Séra Björn Magnússon hóf umræður um starfshætti kirkjunnar. Tóku margir til máls, og snerust umræðurnar aðallega um þau vandamál, sem tengd eru við samkomur i héraðinu, og starf presta til að hafa áhrif á þær í siðbætandi átt. Næsti fundarstaður var ákveðinn Stykkishólmur, með sam- hljóða atkvæðum. Um kvöldið kl. 8Y2 var guðsþjónusta í kirkjunni. Prédikaði séra Jósef próf. Jónsson, og lagði út af Matt. 22. 15—22, en séra Þorsteinn Briem prófastur þjónaði fyrir altari og tók fund- armenn til altaris. Fundinum var lokið með samsæti á heimili próf. Þorsteins Briems, að viðstaddri sóknarnefnd og safnaðarfulltrúa og fyrv. hreppstjóra Sveini Guðmundssyni, en aðkomnir fundarmenn höfðu notið ríkulegrar gestrisni prófastsins, Ólafs kirkjuráðs- manns Björnssonar og Sveins Guðmundssonar fundardagana. Að lyktum las séra Þorsteinn Briem 1. Þess. 5, 5—24, og flutti bæn, en fundarmenn sungu versið: „Son Guðs ertu með sanni“. „VITAMINA“ SKÓLALÍFSINS. „í mínum augum mælir héraðskólinn á Núpi mjög með presti þar og starfi hans. Ég hika ekki við að vitna það, sem löng lífs- reynsla, og með henni talsvert skólastarf, hefir kent mér og ég veit sannast, að vel stundaður kristindómur er „vitamina" skóla- lífsins. Það er löggjöf í landi skylt að taka til greina“. (Úr bréfi til Alþingis dags. 17. sept. 1935 frá séra Sigtryggi Guðlaugssyni á Núpi, prófasti í Vestur-ísafjarðarprófastsdæmi).

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.