Kirkjuritið - 01.11.1935, Side 31
Kirkjuritið.
Fullveldisljóð.
391
Bending kom frani um, að vel fœri á, að næsti fundur yrði
haldinn á Flateyri, en stjórninni falin endanleg ákvörðun i
því máli.
Fundarmenn voru aliir boðnir gestir á ýmsum heimilum á
ísafirði.
Fyrsta fundardagskvöldið voru fundarmenn heima hjá for-
manni félagsins við góðar veitingar og ánægjulegar samræður.
Eji seinasta kvöldið konm allir fundarmenn saman á heimili
Jónasar Tómassonar bóksala í boði sóknarnefndarinnar og sátu
|>ar i góðum fagnaði og við ágætar veitingar fram á nótt. Þaðan
héldu fundarmenn svo til kirkjunnar og lauk svo fundinum
með bænastund i kirkjunni, 6. sept. 1935.
FULL VELDISL J ÓÐ.
Alvaldi drottinn! Alls fullveldis faðir!
Farsæl þú land vort og blessa vorn lýð!
Geym vor um ókomnar aldanna raðir!
Asján þín náðarrík ljómi oss blið.
Efl þú og blessa vort fullveldi, faðir, —
fullveldi i sannleika, kærleik og dygð,
i bræðralagseining svo getum vér glaðir
guðsríki leitt yfir fullvalda bygð.
Algóði faðir! Veit áheyrn! Vér biðjum:
Auk vora guðstrú og blessa vort starf.
Bæg frá oss allskonar ánauðarviðjum.
Aldrei lát skerðast vorn fullveldis arf.
Ver þú oss styrkur og stoð vor í þrautum.
Stýr vorri göngu á farsældar leið!
Ljós vort og athvarf á óförnum brautum,
allsherjar frið yfir þjóðlifið breið.
Brynjölfur Björnsson.