Kirkjuritið - 01.11.1935, Qupperneq 35

Kirkjuritið - 01.11.1935, Qupperneq 35
Ivirlcjuritið, Frelsi. 395 lögmál, heldur sem þann fimbulvilja, sem alt verður að lúla á himni og jörð, vilja, sem í sál hans er orðinn hvorttveggja í senn vilji hins æðsta drottins og vilji hans sjálfs. í dag erum vér að minnast frelsisins, fullveldis þessarar þjóð- ar. Vér höfum að vísu öðlast það frelsi fyrir drengilega baráttu vorra beztu sona. En þó. er frelsisbarátta vor að ýmsu leyti sér- stæð og eftirtektárverð. Vér höfum ekki farið að dæmi margra annara þjóða í þeim efnum. Vér höfum ekki tekið frelsi með valdi. Það mun að visu sennilega rangt að reikna oss slíkt til dygðar, heldur mun þar mestu hafa um valdið fámenni vort og fátækt. Vér gátum blátt áfram ekki tekið frelsið með valdi hnefaréttarins. Vér urðum að fara aðrar leiðir. Endurheimt íslenzks þjóðfrelsis er, eins og kunnugt er, venju- lega þökkuð einum manni, Jóni Sigurðssyni forseta, og það er rétt, að enginn maður hefir flýtt svo mjög fyrir frelsi voru eins og hann. En án þess að vilja skerða að nokkkru heiður þessa óskabarns þjóðarinnar, þá virðist mér þó réttmætt að vekja athygli á þvi, að hann skapaði ekki frelsisrétt þessarar þjóðar. Hann leitaði að þeim rétti, hann fann þann rétt og vakti athygli á honum með skýrum og ótvíræðum rökum. Frelsis- réttur íslendinga var til löngu áður en Jón Sigurðsson fæddist. Menning þjóðarinnar, saga hennar, sem hún hefir skráð og geymt, og tungan, „ástkæra ylhýra málið“, sem hún hefir varð- veitt um liðnar aldir, það eru frelsisgjafar íslenzku þjóðarinnar, er sköpuðu henni réttinn til frelsisins. Hefðum vér glatað þessu, þá værum vér nú ekki frjálst og fullvalda riki, og það sem verst væri, hefðum litlar eða engar varnir eða líkur til að verða það. Þjóðfrelsi íslendinga er ekki endurheimt með valdi liins sterkasta, líkt og frelsi ýmsra stórþjóðanna. Það frelsi verður sennilega heldur aldrei varðveitt eða varið með vopnum og her- afla. Það frelsi verðum vér að vernda á annan hátt. Það frelsi verðum vér að vernda og verja á sama hátt og vér öðluðumst það. Eins og vér sýndum oss verða þess að endurheimta frelsið, eins verðum vér í nútíð og framtíð að sýna oss verða þess að halda því og varðveita það. Stórþjóðirnar hyggjast að varðveita og efla frelsið með þvi að smíða ný og stærri herskip og flugflota, nýjar fallbyssur, nýjar vítisvélar og vopn. Þeirra frelsisverðir er brynjað landvarnarlið. Vér setjum frelsinu vonandi aldrei svo ósamboðna verði. Verðir hins íslenzka frelsis verða hér eftir, eins og hingað til, að vera menning vor, saga og tunga. En þeir verðir þurfa einnig að vera siðferðileg festa, vaxandi þroski, aukin samúð og skilningur

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.