Kirkjuritið - 01.11.1935, Side 39
Kirkjuritið.
Fréttir.
399
safnaðarins, og mælti hann eindregið með því. Prestastefnan,
aðalfundur Prestafélags íslands, héraðsfundur Kjalarnespróf-
astdæmis og Kirkjuráð hafa einnig á þessu ári iýst einróma
fylgi sínu við frumvarpið, og hinn almenni kirkjufundur í
sumar taldi mjög brýna nauðsyn á fjölgun presta í Reykjavík.
Þótt flutningsmaður á Alþingi sé aðeins einn,
er það þegar vitað, að frumvarpið á góða
stuðningsmenn meðal þingmanna í öllum stjórnmálaflokkun-
um. Er það því von vor, að ekki líði á löngu áður en frumvarp-
ið verði að lögum.
S. P. S.
Á Alþingi.
FRÉTTIR.
Fjölgun presta í Færeyjum.
Færeyjum var lengi skift í 7 prestakölt, og svo var enn út
nlla nítjándu öldina, að þar voru aðeins 7 þjónandi prestar og
var einn þeirra prófastur. En nokkru eftir síðustu aldamót var
farið að fjölga prestum, og eru þeir nú orðnir 11, en haldið
verður áfram að fjölga þeim, eftir því, sem séra Dag M. Möller,
prestur í Thorshavn, skrifar, og munu bráðum verða 13 til 14.
Svarar prestafjölgunin þá nokkurnveginn til fólksfjölgunarinn-
ar á þessari öld, því að um aldamótin munu íhúar eyjanna hafa
verið um 15 þúsund, eða rúmlega 2 þúsund á livern prest, en
nú eiu þeir taldir um 30 þúsund, eða um 3 þúsundum færri en
Keykvíkingar. En þéttbýli er mikið í Færeyjum, bygð öll í bæj-
um og þorpum, svo að hægt er að ná til manna. Enda eyjarnar
ekki nema rúmlega eitt þúsund og þrjú hundruð ferkílómetrar,
en stærð hins bygða lands á íslandi (þegar afréttir og óbygðir
eru dregnar frá) er um 42 þúsund ferkílómetrar.
S. P. S.
I
Oxfordhreyfingin í Kaupmannahöfn.
1 sumar sem leið hafa Oxfordflokkar ferðast um í Danmörku,
°g þar á meðal ungur Islendingur, Benedikt Jónsson að nafni,
frá Vorsabæ í Ölfusi. Hann á nú heima i Winnipeg, en kom
hingað til lands snöggva ferð að loknu starfi með flokki sín-