Kirkjuritið - 01.11.1935, Side 22

Kirkjuritið - 01.11.1935, Side 22
382 Sigurður Vigfússon: Kirkjuritið. fyrirhafnarlaust. Hann mun oft hafa átt í þungu.stríði við efa og hugsýki, sem vér eigum merkan og óbrotgjarnan vott um i kvæð- um hans, t. d. „Sorg“ og „Guð, minn Guð, ég hrópa“. En sigur hans i þessuin raunum liefir einnig orðið sigur vor, því að liann hefir í sálinum sínum rétt oss vopnið, sem reyndisl honum bezt, sbr. sálmana: „Ó, þá náð að eiga Jesúm“ og „Við freisting- um gæt þín“, sem að vísu eru báðir þýddir, en bera þó faguri vitni um hugarfar hans og trú. Allur skáldskapur Matthíasar er þrunginn áhrifum frá trú hans og verður ekki metinn án þess að hennar sé gætt. Guð er honum enginn hugarburður, heldur hin mikla, óbrigðula staðreynd, eng- inn fjarlægur, óvirkur guðdómur, heldur starfandi afl, sem býr í brjósti hans og livers einasta manns. Þjóðirnar eiga líf sitt og alla gæfu sína undir þvi, að hver einstaklingur viðurkenni þenn- an sannleika og liagi lífi sínu eftir honum. Nægir að benda á kvæðið „Forsjónina“ og hendingarnar: „Vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf, sem að lyftir oss duftinu frá“. — Mannúð haiis er inikil og viðfeðm og rúmar jafnt menn og málleysingja. Hann lelur það eitt af hlutverkmn nýárssólarinnar, að , láta livern orm fá daglegt brauð“. Sanuið lians er svo viðkvæm og rík, að hvar, sem hann sér lirygðartár á vanga, vill hann þerra það og vekja bros i staðinn. Bjartsýni lians sér, að „lífið er sigur og guðleg náð“, þrátt fyrir allar þrautir og böl. Þess vegna getur hann sagt við sviplegt lát vinar síns: „Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að ekki geti syrt eins sviplega og nú, og aldrei er svo svart yfir sorgarranni, að ekki geti birt fyrir eilifa trú“. — Skáldsnilld lians hefir orðið mörgum syrgjandi manni sá töfra- sproti, er „breytir dimmri nótt í dag og dauðans ópi snýr í von- ar lag“. Matthías trúði á sættir og samvinnu sem lausn á öllum vanda- málum veraldarinnar. „Lífið--------visnar, ef það vantar eining • Hann unni hugástum hugsjóninni um alheimsfrið, og eflaust hefn' honum verið það mikið fagnaðarefni, að vopnahléð eftir heinis- stýrjöldina liófst e'ihmitt á afmælisdegi hans, 11. nóv. 1918. Mun honum ])á hafa fundist rætast von sin: „Sælu njótandi, sverðin brjótandi faðmist fjarlægir lýðir“. fslenzkan er honum hjartfólgin, enda gaf hún honum óinadt

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.