Kirkjuritið - 01.11.1935, Qupperneq 30

Kirkjuritið - 01.11.1935, Qupperneq 30
Prestafélag Vestfjarða. Kirk.jui'iti ÍS. kirkjusöngsbókar, ]iá sé gömlu lögunum sérstaklega gaumur gefinn. (Vitnar fundurinn um ágæti þeirra til lagsins: „Vist ertu, Jesú, kongur klár“). Telur hann félag sitt jafnvel geta stutt að söfnun, ef til kæmi. — Yfirleitt óskar fundurinn, að kirkjusöngur vor megi verða íslenzkari en nú er, og að í því skyni verði leitað eftir nýjum lögum, sem nú munu vera til viðsvegar um landið. 5. Oxfordhreijfingin. Séra Sigurður Z. Gíslason flutti allítar- legt erindi um Oxfordhreyfinguna. Kl. 8V2 á miðvikudagskvöldið flutti séra Einar Sturlaugsson oninbert erirnli í kirkjunni um séra Matthías Jochumsson, en „Sunnukórinn“ söng bæði fyrir og á eftir sálma eftir séra Mattliías. Fimtudaginn 5. sept. kl. 9 f. h. var sunginn sálmurinn nr. 194, en séra Jón Ólafsson ias Jóh. 21, 15—17, og flutti bæn. Var síðan gengið til dagskrár. 6. Samvinna presta og lækna um sálgæzhunúl. Málshefjandi var séra Sig. Z. Gíslason. Um málið urðu miklar umræður. Eft- irfarandi tillaga frá frummælanda var samþykt í einu hljóði: Fundurinn skorar á Prestafélag íslands að taka til athugunar möguleikana á samvinnu milli presta og lækna um sálgæzlumál og önnur skyld efni, þar sem starfsvið þeirra fellur saman að ineira eða minna leyti. — Þessi tillaga var einnig samþykt í einu hljóði: Fundurinn samþykkir, að aðalmál næsta fundar Prestafélags Vestfjarða verði sálgæzla og andlegar lækningar. 7. Sóknartekjur kirkna. Frummælandi Sigtryggur prófastur Guðlaugsson rakti málið nokkuð og ýmsir aðrir tóku til máls, en engin fundarályktun var gjörð. 8. Eftirlaun presta. Málshefjandi var séra Böðvar Bjarnason. Rakti hann nokkuð, við hvaða kjör uppgjafaprestar eiga að búa, og sýndi fram á, hve eftirlaun þeirra væri fjærri öllum sanni lág eftir gildandi lögum. Lagði hann loks fram eftirfarandi til- lögu: Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða skorar á Prestafélag fslands, að beita sér fyrir því, að eftirlaun presta verði bætt þannig, að lágmark eftirlaunanna verði 2000,00 kr. og eftir 75 ára aldur presta 2500,00 kr. Tillagan var samþykt í einu hljóði. 9. Eftirfaraudi tillaga var samþykt samhljóða og árið áður: Fundurinn lýsir því yfir, að hann heldur fast við samþykt síð- asta aðalfundar um að Sálmabókin verði öll tekin til endurskoð- unar og gefin út í heild, og að í nefnd þeirri, er verkið vinnur, eigi 7 menn sæti, þar af a. m. k. 3 þjónandi prestar. Stjórnin var endurkosin: Sigurgeir Sigurðsson prófastur, séra Böðvar Bjarnason og séra Halldór Kolbeins.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.