Kirkjuritið - 01.11.1935, Page 19

Kirkjuritið - 01.11.1935, Page 19
KirkjuritiS. Matthías Jochumsson. 379 hljóm trúarstrengsins, fimbulbassans, sem leikur sjálft tema sönglagsins. Öll tilveran er „heilög Gnðs ritning“, „skráð himnesku gullletri“, og „deyjandi guðs-sonar náð“ er síðasta orðið. Hvað kemur það þá málinu við, þó að Mattbías hallaðist að kenningum Únítara og vildi sem minst tala um fórnardauða Ivrists? Hvað var um slíkt að tala, þegar Peg'asus rann með skáldið langt ofar öllum vísindatindum, skoðanaskýjum og' kenningaveðr- um, hátt upp í heiðríkju þeirri, sem örninn, einn allra fugla, siglir þöndum vængjum? Þegar guðfræðideild Háskóla vors sæmdi Matthías doktorsnafnbót á 85 ára afmæli hans, 11. nóv. 1920, þá var það ekki fyrir skoðanir hans eða lærdómsverk held- ur einmitt fyrir þetta, sem ég hefi hér reynt að lýsa. Þetta sést Ijóslega af greinargerð guðfræðideildarinnar fyrir þessu doktorskjöri, eins og hún er prentuð í Árhók Há- skólans fyrir það ár. Hún er á þessa leið: „Deildin lítur svo á, að séra Matthías Jochumson liafi uieð sálmurn sínum og andlegum ljóðum reist sér þann niinnisvarða, sem ekki muni fyrnast meðan sálmar verða sungnir á íslenzka tungu. Fer þar saman anda- gift og yndislegt ytra form, dýpt og auðlegð hugsana og harnsleg trúareinlægni. Hefir hann með ljóðum sínum unnið mikilvægt menningarstarf með þjóð vorri, og rutt braut viðfeðmi og mannúð i kristindómsskoðun kennar. Með þessu hefir hann gefið kristni þessa lands °g þjóðinni i heild sinni þann fjársjóð, sem guðfræði- deild Háskólans telur sér sæmd að launa með hæsta Heiðri, sem hún ræður yfir“. Ég býst við því, að allir geti orðið sammála um það, að bæði þessi heiður, og hver önnur sæmd, sem Matthí- asi Jochumssyni hefir verið og verður sýnd, lífs og liðn- um, sé ekki aniiað, en lítil afhorgun þeirrar fádæma auð- Égðar, sem hann afhenti þjóð sinni og fósturjörð.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.