Kirkjuritið - 01.11.1935, Side 33
Kirkjuritið.
Frelsi.
393
ans er hægt að öðlast með ofbeldi. Þau lúta ekki, þau lúta
aldrei hinum ruddalega mætti hnefaréttarins og hins ytra
valds. Þau lúta æðri lögum. Þekkingin t. d. verður ekki tekin af
mönnum með hervaldi, né heldur verður henni troðið inn i
menn með byssustingjum. Sama máli gegnir um trúna. Ekkert
valdboð getur tekið hana frá oss, né heldur gefið oss hana.
Sama er að segja um ástina, kærleikann. Enn gildir þetta um
gáfur vorar og hæfileika alla, hugsjónir og heitustu áhugamál.
Með valdi má að vísu hneppa i fjötra, með valdi má kvelja og
krossfesta, en hugsjónir verða ekki myrtar á þann hátt. Þær eru
hafnar yfir ofbeldisverkin. Blómið vex, þegar sólin vermir frjóv-
an svörð. En þótt allar hersveitir veraldarinnar legðust á eitt,
gæti vald þeirra ekki kallað fram eitt smáblað úr moldinni.
Barnið brosir við móður sinni, af þvi að það þekkir hana og
elskar. En vér stöndum magnþrota gegn ómálga barninu. Þó
vér ógnuðum því með hundruðum hersveita, gætum vér ekki
knúð það til að brosa við oss.
Ef svo er, í raun og veru, að frelsið á ekkert skylt við þessi
dýrustu verðmæti mannsandans, ef að það er að engu líkt barn-
inu, sem aðeins brosir við þeim, sem elska það, ef það er að-
eins hlutur, sem hver getur lirifsað frá öðrum eftir vild með
valdi þess sterkasta, þá er frelsið áreiðanlega ekki vert þeirrar
dýrkunar, sem því hefir fallið í skaut, eða þeirra stóru og blóð-
ugu fórna, sem á altari þess hafa verið færðar. Og það má öll-
um vera Ijóst, að á meðan alment er litið á frelsið fyrst og
fremst sem þann hlut, er hægt sé að vinna með herafla og glata
með ósigri, getur aldrei orðið um varanlegt eða alment frelsi að
ræða á jörð. Um það vrður þá barist hér eftir eins og hingað
til, á sama ruddalega háttinn og barist er til landa og fjár. Frels-
ið heldur þá áfram að verða mönnunum hinn blindi en grimmi
guð hersveitanna, sem sifelt heimtar fórn og blóð og hefnd, sá
guð, sem aldrei frelsar, heldur fellir stöðugt nýja fjötra að fót-
um dýrkenda sinna.
En líkt og að baki hinnar ófullkomnustu guðsdýrkunar sið-
lausra villiþjóða birtist trúarþörf og eilífðarþrá mannsandans,
þannig liggur einnig á bak við hina blóðidrifnu frelsisbaráttu
sú heilaga og göfuga frelsisþrá, sem manninum er í eðli borin.
Og eins og guðshugmyndirnar hafa þróast og göfgast um ald-
irnar, þannig mun einnig frelsishugsjónin, frelsisgyðjan, breyta
um eðli og svip með vaxandi ])roska mannkynsins. Sú tið hlýtur
að renna, að einstaklingar og þjóðir taka að sjá það og skilja,
að hið sanna frelsi verður ekki skapað eða varðveitt með blóðs-
úthellingum og herneskju, heldur er frelsið miklu fremur líkl