Kirkjuritið - 01.11.1935, Side 20

Kirkjuritið - 01.11.1935, Side 20
Kirkjuritið. MATTHÍAS JOCHUMSSON. MENNING VOR OG KIRKJA. Á þessu ári eru liðin 100 ár frá fæðingu Matthiasar Jochums- sonar; hann var fæddur 11. nóvember 1835. Svo skammt er síðan hann var enn í fullu fjöri meðal vor, að ótrúlegt má virðast, að aldarafmæli hans sé þegar kornið. Eru aðeins 15 ár síðan hann dó (18. nóv. 1920). Matthías Jochumsson var svo merkilegur maður, og liafði svo mikil og örlagarílc áhrif til góðs á menningu vora og kirkju, að skylt er að hans sé minzt af þeim, sem unna kirkju Krists, ís- lenzkri kirkju, sem nýtur ávaxta af lifi og starfi hans. Vér Rangæ- ingar höfuin auk þess sérstaka ástæðu til að minnast hans vegna ]jess, að hann starfaði um hríð sem prestur í héraði voru. Tvær eru einkum orsakirnar til þess, að mér er ljúft að minn- ast Matthíasar Jochumssonar. Önnur er sú, að hann hefir gefið kirkju vorri ýmsa hina dýrðlegustu sálma hennar, og mun ég víkja nánar að því atriði áður en ég lýk máli mínu. Hin er sú, að hann liefir liaft áhrif, sem erfitt er að meta til fulls, í þá átt að höggva af kirkju vorri fjötra kreddubundinnar bókstafstrúar og leiða liana upp í hæðir frjálshuga og lifandi kristindóms. Sá þáttur í starfi hans er minna þektur en sálmakveðskapur hans, en má ekki gleymast. Má þó búast við, að þetta atriði sé þegar farið að fyrnast hinni yngri kynslóð þjóðar vorrar, og því sé tímabært, að það sé rifjað upp. Um 1890 var fátt um nýja strauma í íslenzku 'kirkjulífi. En 1891 ritaði Matthías, sem þá var prestur á Akureyri, grein í Norðurljósið um trúarágreining landa vorra i Vesturheimi, og tók þar svari séra Magnúsar Skaftasonar gegn forkólfum Hins ev. lút. kirkjufélags íslendinga i Vesturlieimi. Séra Magnús liafði hröklast úr Kirkjufélaginu fyrir þá sök m. a., að hann hafnaði hinni lútersku kenningu Kirkjufélagsins um eilífa útskúfun. í grein sinni í Norðurljósinu kvað Matthías svo að orði, að hann nefndi kenninguna um eilífa útskúfun „lærdóminn Ijóta, sem svo voðalega neitar Guðs vísdómi, ahnætti og gæzlui“. Og ennfremur: „Sé nokkur kredda, sem löngu er úrelt orðin og kristindóminum til tjóns og svívirðingar, þá er það þessi“.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.