Kirkjuritið - 01.11.1935, Blaðsíða 29
Kirkjuritið.
AÐALFUNDUR
PRESTAFÉLAGS VESTFJARÐA.
Þriðjudaginn 3. sept. 1935 var 8. aðalfundur Prestafélags Vest-
fjarða settur á ísafirði, kl. 6 e. h.
Fundinn sóttu 10 þjónandi prestar, þar af tveir prófastar.
Er fundur hófst, var sunginn sálmurinn nr. 210, því næst las
formaður upp Jóh. 13, 12—20 og flutti bæn. Síðan ávarpaði
formaður fundarmenn nokkrum orðum og varð svo fundarhlé.
Kl. 8V2 hófst messa i kirkjunni. Prófastur Sigurgeir Sigurðsson
þjónaði fyrir altari, en séra Böðvar Bjarnason prédikaði. Iíann
lagði út af textanum Róm. 1, 16. Allir fundarmenn voru til
altaris.
Daginn eftir kl. 9 f. h. hófst fundurinn aftur. Sunginn var
sálmurinn nr. 198, en séra Halldór Kolbeins las Mark. 4, 26—34
og flutti bæn.
1. Miklar umræður urðu um útgáfu ,,Lindarinnar“. Allir voru
sammála um, að tjón væri, ef liún gæti ekki komið út framvegis,
en fjárhagurinn ekki nægilega góður. Eftirfarandi tillaga
var samþykt í einu hljóði: Fundurinn felur stjórn félagsins
frekari aðgjörðir um framtíð „Lindarinnar", og að hún i þvi
sambandi taki til alhugunar, hvort hægt yrði að koma ritinu
út fyrir næstu jól.
2. Prestakallaskipun. Formaður félagsins var málshefjandi.
Svohljóðandi lillaga var samþykt i einu hljóði: Fundurinn skor-
ar á þing og stjórn að fækka ekki prestaköllum landsins frá því
sem nú er, nema með samþykki hlutaðeigandi safnaða.
3. Dijrafjaröarjnng. Eftirfarandi tillaga var samþykt í einu
hljóði: Fundurinn skorar á þing og stjórn að endurreisa Dýra-
fjarðarþing, sem feld voru niður með lögum 1907. Jafnframt
telur fundurinn að vel færi á því, að prestur Dýrafjarðarþinga
væri jafnframt kennari við Héraðsskólann að Núpi.
4. Súlmalög. Séra Halldór Kolbeins flutti inngangserindi. Að
því loknu urðu allmiklar umræður um málið. Svohljóðandi til-
laga var samþykt i einu hljóði: Aðalfundur Prestafélags Vest-
fjarða óskar eindregið eftir því, að þegar næst verður efnt til