Kirkjuritið - 01.11.1935, Side 38
398
Kirkjumál Reykjavíkur.
Kirkjuritið.
Skyldur rík
isins.
búast viS því, að þau kirkjustæði, sem hentugust mega teljast.
verði tekin undir aðrar byggingar.
Dómkirkjan, einasta kirkja þjóðkirkjusafnaðar
Reykjavíkur, er „landssjóðskirkja", þ. e. eign
ríkisins. Fylgja þar sem annarsstaðar, þar sem
líkt stendur á, þau réttindi, að kirkjueiganda bera allar sóknar-
tekjur kirkjunnar, en jafnframt hvílir sú skylda á kirkjueiganda,
að hann sjái um kirkju, eða eins og hér er ástatt, kirkjur, er
fullnægi söfnuðinum til guðsþjónustuhalds. — Undan þessari
lagaskyldu vill frumvarpið leysa ríkið fyrir l'ult og alt með
ákveðnu 30 ára árgjaldi. — Þess má geta til fróðleiks, að
sóknartekjur kirkjunnar, kirkjugjöldin, þrjú síðustu árin hafa
verið tæpar 14 þúsund krónur að meðaltali á ári.
Þá virðist það siðferðileg skylda ríkisins, að sjá svo um, að
prestum sé fjölgað eftir því sem fólkinu fjölgar, og það ekki
sízt, þegar á það er litið, að prestsgjöld þau, er Reykvíkingar
borga í prestslaunasjóð, hafa síðustu þrjú árin numið 16—17
þúsund krónum á ári að meðaltali. Af þeirri upphæð fer ekki
meira en það í laun lianda núverandi prestum, að afgangurinn
mundi ná langt til að launa presta þá, er frumvarpið gjörir ráð
fyrir að fjölgað verði um. En eftir því sem ibúatalan vex, auk-
ast eðlilega prestsgjöldin, og benda því allar líkur til þess, að
Reykvíkingar geti í framtiðinni sjálfir launað prestum sínum,
ef þeir fá að nota öll prestsgjöld sín til þeirra hluta.
Af því sem sagt hefir verið sést, hve kröfum
frumvarpsins er stilt í hóf. En þetta kemur þó
ekki síður í ljós, þegar gjörður er samanburður
við önnur lönd um mannfjölda, er komi á hvern prest. Frum-
varpið gjörir ráð fyrir því, að framtíðarskipulagið verði þann-
ig, bæði í höfuðstað voruin og öðrum fjölmennustu kaupstöð-
um landsins, að á hvern prest komi sem næst fimm þúsund
manns. En samkvæmt „Kirkelig Haandbog 1935“, sem mér hefir
borist fyrir fáum dögum, er þetta hærri tala en nú kemur á
hvern prest í höfuðstað sambandsríkis vors. Þvi að samkvæmt
skýrslum nefndrar bókar koma í stórborginni Kaupmannahöfn
ekki nema 4400 manns á hvern prest að meðaltali.
Prestafélag íslands, Kirkjuráð, prestar Dóm-
kirkjusafnaðarins og sóknarnefnd hafa átt
samvinnu um þetta mál, en frumvarpið er sam-
ið af nefnd, sem Kirkjuráð, að undirlagi stjórn-
ar Prestafélagsins, gekst fyrir, að kosin væri til þess að koma
fram með tillögur í þessu erfiða vandamáli höfuðstaðar vors.
Fruinvarpið var borið undir síðasta aðalfund Dómkirkju-
Kröfum í hóf
stilt.
Þeir sem að
frumvarpinu
standa.