Kirkjuritið - 01.11.1935, Page 40
400
Fréttir.
Kirkjuritið.
um. Hann lét hið bezta yfir vexti og viðgangi hreyfingarinnar
í Danmörku.
í síðustu blöðum frá Kaupmannahöfn er getið um merkan
fund, sem fylgismenn hreyfingarinnar boðuðu til i Forum,
stærsta samkomuliúsi borgarinnar. Það tekur 20000 manns, en
fyltist alveg áður en fundurinn hófst og þúsundir komust ekki
inn. Voru þá einnig boðaðar samkomur í Markúsarkirkjunni og
Frúarkirkju samtímis og taka þær háðar 6000 manns. En þó
urðu enn þúsundir frá að hverfa. Brodersen stiftprófastur, einn
af aðalleiðtogum hreyfingarinnar í Danmörku, stýrði fundinum
i Forum, en fjöldi af Dönum, ungum og gömlum, konum og
körlum, tóku til máls. Ýmsir ræðumannanna voru nafnkunnir
menn. Allar voru ræðurnar persónulegur vitnishurður um það,
hvernig Oxfordhreyfingin hefði vakið hjá þeim nýtt líf og hve
inikið þeir ættu henni að þakka, farsæld og fögnuð og þrótt-
mikla trú á Guð. Nú væru einlægni, hreinskilni, óeigin-
girni og kærleiki hæstu hugsjónir þeirra, og við það tæki æfin
öll að snúast til batnaðar. En það, sem kristindómurinn megn-
aði að koma til leiðar hjá einstaklingunum, mundi einnig geta
ummyndað líf heilla þjóða og viðskifti þeirra í milli. Minzt var
á hina miklu umbrotatíma, er yfir stæðu og var aðalefni síð-
ustu ræðunnar á þessa leið: „Vér eigum mikilvæga kosningu
framundan, og könnumst allir við stóru götuauglýsingarnar,
sem hvetja oss til að kjósa i milli ákveðins stjórnmálaleiðtoga
eða óskapnaðar. Allur heimurinn á að kjósa í milli hins og þessa
eða óskapnaðar. Hvar er hjálp að fá fyrir þjóðir og einstaklinga
undan ægilcgum Ragnarökum, sem vofa yfir, — annarstaðar en
hjá Guði? Vér eigum að velja um Guð — eða óskapnað“.
A. G.