Kirkjuritið - 01.12.1935, Page 14
KirkjuritiS.
HIÐ FAGRA LAND VONANNA.
I þriðja kafla Exodus er skýrt frá því, þegar Móse
kom að logandi þyrnirunninum og liann lieyrði raust-
ina, sem hrópaði: „Móse, Móse! Drag skó þína af fótum
þór, því að sá staður, er þú stendur á, er heilög jörð“.
Þetta varð upphafið að spámannsköllun lians og hinu
mikla æfistarfi.
I.
Sá maður, sem ekki getur fundið neitt til að dást að,
getur heldur ekki fundið neitt til að láta sér þykja vænt
um, lil að starfa og lifa fyrir. Maður, sem orðinn er
óhæfur til lotningar, á heldur ekki hvöt til neins.
Maður, sem ekki getur séð neitt í veröldinni yfir sér
eða umhverfis sig til að undrast yfir, til að vegsama eða
tilbiðja, hánn er snauður maður. Hann er þá heldur ekki
líklegur til að finna neitt hið innra með sjálfum sér til að
hughreysta sig við eða láta hvetja sig. Þegar þannig er
komið, verður lífið einskis virði fyrir oss. Og þá leiðir
það venjulegast livað af öðru, að vér verðum einskis
virði fyrir lífið. —
Allar framfarir mannkynsins hafa hygxl á þvi, að
mönnum hefir smám saman opnast sýn fyrir dásamleg-
um hlutum, og þeir liafa lært að virða þá og hera lotn-
ingu fyrir þeim. Og vér vitum, að hið sama gildir um
einstaka menn. Enginn liefir orðið að mikilmenni fyrr
en liann hefir fundið eitthvert það málefni eða ein-
hverja þá hugsjón, sem hann liefir orðið svo hrifinn af,
að hann hefir verið reiðubúinn að lifa og deyja fyrir
hana. Þetta er það, sem gefur lífi einstaklinganna allt