Kirkjuritið - 01.12.1938, Page 10

Kirkjuritið - 01.12.1938, Page 10
380 Ilaraldur Níelsson: Nóv.—Des. í sannleika, meðan liann dvaldist hér á jörð, var ekkert rúm fyrir hann. Sumir lærðu mennirnir liafa efað það á seinni árum, að þessi frásaga Lúkasar um fæðingu lians geti verið rétt. Þeir vilja lialda því fram, að liann muni hafa verið fæddur í Nazaret. Upp úr slíkum tilgátum er nú ekki mikið leggjandi. En hvað sem um það er, þá er víst, að sannari lýsing á viðlökunum, sem hann fékk, hefir aldrei verið færð í letur. Andlega lalað var þetta sannmæli: Ekki einu sinni í gistihúsúm mannanna var rúm fyrir liann. Já, en nú er þetta alt breytt, muntu segja. Nú er hvar- vetna rúm fyrir hann meðal kristinna þjóða. Þar hefir hann verið tignaður og tilheðinn öldum saman. Nú hýð- ur heimurinn honum það, sem er betra en pláss i gisti- húsi. Vér liöfum reist honum aragrúa af musterum, sem með höndum eru gerð. Öll Guðshús kristinna manna eru fyrst og fremst helguð honum sem hinum mikla og eina meðalgangara. Allar kirkjur eru gistihús, þar sem lion- um er boðin dvöl. Takmarkalausu fé befir verið til ]iess- ara gistihúsa varið. Allar listir hafa lagt saman i að gera þau mörg sem skrautlegust. Engin sú prýði, sem mann- vitið liefir getað up])hugsað, hefir þar verið látin ónotuð. Jafnvel gluggarúðurnar hafa verið gerðar svo, að þær settu sérstakan undrahlæ á hvern geisla dagsljóssins, sem inn í Guðsliúsið féll. Qg mannsálin hefir lirópað: „Hér er liús fyrir þig, Jesús frá Nazaret, þú konungur dýrðarinnar! Hér er heimili, sem vér liöfum þér reisa látið!“ En fáisl mannsálin lil að hlusta, þá fær hún þetla forna svar á móti: „Hvar er hvíldarstaður minn? seg- ir drottinn.“ „Ég' bý á háum og helgum stað, en einnig hjá þeim, sem hafa sundurkraminn og auðmjúkan anda.“ Drottinn dýrðarinnar vill enn heiðasl gistingar í hinu hlýja gistihúsi sálarinnar, en vér bjóðum honuin jötu, hlaðna úr steinum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.