Kirkjuritið - 01.12.1938, Page 14
Haraldur Níelsson:
Nóv.—Dcs.
384
Ef þú gerir það, þá máttu eiga það víst, að þín bíður
margháttuð liarátta; því slöðuglega rekur þú þig á þetta,
að það er ekki rúui fyrir liann í gistihúsinu. Þú verður
að herða þig gegn liverskonar óvild; þú mátt ekki láta
það skelfa þig, þó að aðrir sýni þér kulda eða fyrirlitn-
ing; þú mátt ekki Iáta útásetningar annara og aðfinsl-
ur særa þig. Og þú verður að eiga mikið af kærleika,
von og trú. Það reynir áreiðanlega á þetta alt. Án öfl-
ugrar trúar á sigur liins sanna og rétta, fær enginn kom-
ist gegnum dimmustu élin, sem á honum skella á þeirri
leið. En því heitar sem þú elskar sannleik og réttlæti,
því vonhelri verður þú um sigurinn, og þú efar aldrei,
að hann vinnist að lokum. Allir þeir, sem trúa því að
enn í dag fæðist við og við stórfeld sannindi inn i þennan
heim, og að svo kunni að vera að einn slíkur sannleikur
sé nú nýlega fæddur í þessari veröld og enn mikillega
hjálparþurfi, skulu læra þolinmæði og hiðlund af því
að hugsa um jötuna í Betlehem. Og samt verður oss að
spvrja með undrun: „Hví geta að minsta kosti kristnir
menn ekkert lært af þessari átakanlegu úthýsingarsögu,
sem jólaguðspjallið liefir ávalt verið að lýsa fyrir þeim öld
eftir öld“. Hví láta þeir aldrei meðferðina á Ivristi sér að
kenningu verða? Hví gerasl menn ekki varkárir í kristn-
inni, er fregnir ganga af því, að stórfeldur sannleikur sé
fundinn. Hví æða sumir fram í blindni og ofsa? Það sýn-
jsl svo augljóst, að kristilegt getur það naumast verið.
Kristilegra væri að bíða og láta alt hlutlausl að minsta
kosti, eða öllu heldur hitt: Reyna eftir föngum að kynna
sér sem bezl málavöxtu. Er það ekki raunalegt til þess
að luigsa, að þeir, sem kenna sig við Krist, skuli síðar
verða að standa með blygðun og segja: „Ég vissi ekki,
bvað ég gerði. Mér datt ekki í bug, að neitt svo störfelt
væri að fæðast.“
Undarlegir eru vegir forsjónarinnar, að hver nýr sann-
leikur skuli fæðast í jötu. Það er eingöngu hans eigið
verðmæti, sem ó að vinna honum sigur og afla hoiium