Kirkjuritið - 01.12.1938, Page 16

Kirkjuritið - 01.12.1938, Page 16
H. N.: Ekki rúm. Nóv.—Des. 386 segi ég' yður, svo framarlega sem þér hafið gjört þetla einum þessara minna minstu bræðra, þá liafið þér gjört mér það.“ Ef það er rétt, að hver nýr sannleiki sé geisli frá þvi ljósi, sem Guð býr í, og því í vissum skilningi einn þeirra smælingja, sem Kristur telur sína minstu bræður, þá er og áreiðanlegt, að viðtökurnar frá þinni liendi koma til reiknings á dómsdegi. Hver nýr sannleikur fæðist í jötu, og' þegar hann er kominn lítið eitt á legg', er hann talinn förudrengur, sem fæstir vilja hafa i húsum sínum. Mennirnir hafa enn ekki áttað sig á því, að það fer eins um liann og litla drenginn forðum. Hann verður og einhvern tíma kon- ungur, og þá kannast enginn við, að liafa viljað úthýsa honum. Hugfestu þér þetta í dag: Vil ég vera i hópi þeirra, sem úthýsa einhverjum af Krisls minstu bræðrum — eða vil ég reyna að ljá sérhverjum sannleiksgeisla frá Guði búsaskjól, opna fylgsni míns eigin hjarta fyrir honum. Gleymdu ekki að vera gætinn, er slíkur gestur ber að dyrum. Betlehemsbúar vissu ekki, liverjum þeir voru að útliýsa. Þú kant að sjá einhvern tíma eftir því, ef þú út- hýsir einum af minstu bræðrum Krists.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.