Kirkjuritið - 01.12.1938, Side 19

Kirkjuritið - 01.12.1938, Side 19
Kirkjuritið. MINNING, HARALDS prófessors NÍELSSONAR. Öll íslenzka þjóðin minnist Haralds prófessors Níelsson- ar 30. nóv., er sjötíu ár eru liðin frá fæðingu lians. Fer það að vonum, þvi að hann var afreksmaður og höfðingi i andans ríki. Gainla testamentis þýðing hans var vísinda- legt þrekvirki, vönduð og nákvæm og á svipmiklu og fögru máli, dýrgripur fenginn i liendur oss og hörnum vorum og þeirra niðjum til verndar því, sem vér eigum hezt í eigu vorri, trúnni og tungunni. Háskólanum var það hæði sæmd og gifta, að eiga hann að starfsmanni nær 17 ára skeið, því að hann var frábærlega góður kennari, og eru áhrifin af kenslu lians rist í hjörtu nemenda hans og lialda áfram að nerna land hjá nýrri kynslóð. Þeim, sem unna sálrænum vísindum, var hann ástsæll leið'togi og fræðari á því sviði, auðugur að þekkingu og vegsögu- þori. Og prédikari var hann svo tilkomumikill og glæsi- legur, að honum er jafnað við Jón biskup Vídalín, og mun hans á ókomnum tímum verða getið í kristnisögu þjóðar- innar sem eins af mestu kennimönnunum, er lum hefir eignast. Af eldmóði hans og trúarsannfæringu leggur enn á oss skæran bjarma og sterkan yl. Háskólinn minnist hans með samkomu og gefur út um hann dálítinn hækling. Skipulagsskrá fyrir minningar- sjóð lians hefir einnig verið samin og staðfest af konungi. Kr hún á þessa leið: l. gr. Sjóðurinn heitir Minningarsjóður Haralds prófessors Níelsson- ar, og er hann stofnaður til minningar um Harald prófessor Níels-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.