Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1938, Qupperneq 23

Kirkjuritið - 01.12.1938, Qupperneq 23
KirkjuritiS. Börnin á Hálogalandi. 393 ég sjálfur að svara? Ég þekti raunar vel öll þessi guðfræðilegu helgisiðasvör, að ljósin tvö tákna lögmálið og evangelíið o. s. frv. — En var það við barna hæfi? Nokkurar sekúndur var þögn. Þá kom svarið, að þessu sinni frá norskum dreng: „Ljósin tákna von, von eilífa lífsins“. Ég sneri mér við, og við stóðum öll andartak og horfðum á léttu gulu Iogin, sem hófust svo hljótt í áttina til hæða. Nú hafði ég einnig fengið þetta að vita. Og get aldrei gleymt því. Þetta er rétta skýringin. Kirkjan ætti að flýta sér að fallast á hana. Börnin í Tana hafa komið með hana. Ljósin á altarinu tákna von, von eilífa lífsins. Og hver skyldi hafa lært meira af barnaspurningunum í Tana — biskupinn eða börnin. Einu sinni var ég nærri því búinn að hlaupa illa á mig. Það var í T-firði. í útsóknum gefst aldrei tækifæri til þess að hafa sérstaka barnaguðsþjónustu. Við urðum að hafa barnaspurning- arnar í miðri guðsþjónustu fullorðna fólksins. Þá vorkenni ég börnunum. Það er eins og þau séu ekki talin með, fyr en alt í einu eftir prédikunina, þá eru þau aðalsöfnuðurinn. Og þá er fullorðna fólkið áhorfendur og áheyrendur, og setur rækilega á sig, hverju börnin svara og hvernig þau svara. Það er auðskilið, að börnin verða vandræðaleg. Eitt sinn fann ég mjög til þess, þegar ég byrjaði spurningar, og spurði þess vegna fyrst af öllu: „Þegar þið nú standið hérna á kirkjugólfinu og alt þetta fullorðna fólk hlustar á ykkur — segið mér, hvað eruð þið þá?“ „Feimin“, svöruðu tvö samstundis. Og svo létti yfir. Við hlógum öll. En oft gengur eins og þegar hleður í skíðin og feitina vantar til þess að bera á þau. Þau svara einsatkvæðisorðum og koma með utanaðlærðar trúarsetningar, án þess að nokkur hugur fylgi. Það var þá í T-firði. Börnin þuldu: „Guð elskar okkur“. „Við erum syndarar". „Kristur hefir frelsað okkur“. Ekkert af þessu virtist neinn veruleiki fyrir þeim. Mér hljóp því miður kapp í kinn — kapp í vondri merkingu. Mig langaði til að binda enda á það, að þannig yrði haldið áfram sálarlaust. Tólf ára stúlka stóð fyrir framan mig, dökkeyg, góðleg. „Hvað heitir þú?“ „Lajla“. „Þú segir, að Guð elski þig?“ „Já“. „En hvernig getur þú vitað það?“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.