Kirkjuritið - 01.12.1938, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.12.1938, Blaðsíða 25
Kirkjuritið. Börnin á Hálogalandi. 395 fá svörin. Kennarinn gjörði þetta. Hann lét börnin fá sinn seðil- inn hvert, og ekkert fékk að vita um svar hinna fyr en á eftir. Ég fékk alla syrpuna. Fáein af svörunum verðið þið að sjá. Og- munið þá, að þau eru gefin samstundis og mjög blátt áfram, en engin svör í námsbókunum. Spurningin: Veizt þú nokkuð um Guð? Helga (10 ára): Hann er altaf nálægur okkur. Ólafur (9 ára): Hann gjörir sér engan mannamun. Kristján (10 ára): Hann hefir skapað hafið. Hákon (6 ára): Hann hefir skapað alla fiskana. Ólafur II. (9 ára): Hann lét deyða sig bara fyrir okkur. Ýms fleiri nefndu hafið, en sum höfðu einnig „alla fuglana" og eitt hafði „blórnin", sem Guð hefði gefið þeim. Það var eins og máttugur samstiltur þakkaróður, Guði til dýrðar. Nú kemur æfintýrið. Það er að segja fyrri parturinn. Barnsskírn er yndislegasta verkið, sem ég vinn. Þau eru svo falleg barnsaugun, og það er eins og lifandi fagnaðarboðskapur að sjá þau borin fram fyrir Guð. Ef þau gráta, þá fer einnig vel á því. Því að það er hvorki þeirra snilli né mín, sem býr þeim rúm hjá Jesú Kristi. í því felst einnig fagnaðarboðskapur. í þetta skifti, sem hér er um að ræða, grét drengurinn ekki. Hann var misserisgamall, svo að hann sat á armi konunnar, sem hélt honum undir skírn, og var glaður og kátur. Ég sá, að hann hafði fest augun á glampanum á biskupskrossinum, svo að hann fékk hann til þess að leika sér að. Þá leit hann stórum augum á hana, sem hafði hann á handleggnum, og eins og sýndi henni krossinn. Hún horfði aftur á mig, og þegar ég leit í augu henni, varð mér að hugsa: „Þetta er mamman". Það er altaf svo fallegt, begar móðir heldur barninu sínu undir skírn. Það eitt er eðli- legt. Helgi stundarinnar gagntekur hana. Þegar drengnum var hallað að skírnarlauginni. leit hann upp stóru, bláu augunum, ýmist á mömmu sína eða mig, með krossinn í litla hnefanum. Hvorugt okkar fékk tára bundist. Nú var ég alveg viss um, að það var móðirin. „Idar Björnar Skog, ég skíri þig í nafni föðurins, sonarins og hins heilaga anda“.-----Síðan fékk ég einnig að vita um bæinn. A heimleiðinni sagði ég við prestinn: „Taktu við þessum krón- um og legðu þær inn í Vefns-sparisjóð og skrifaðu á bókina: Til Idars Björnar Skog“. Þetta var fyrri parturinn. Seinni parturinn er um alt annað. Daginn eftir visiteraði ég í útsókn við hafið. Sóknarprestur- inn kom snemma og sagði: „Hér gengur mikið á í sveitinni. Deil-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.