Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1938, Qupperneq 26

Kirkjuritið - 01.12.1938, Qupperneq 26
396 Eivind Berggrav: Nóv.—Des. ur um skírnina æða yfir eins og stormbylur og vofir yfir, að allir komist í uppnám, maður á móti manni, heimili sundrast. Ofsi og úlfúð ráða. Það fór hrollur um mig. Ég var ei.nnig uppgefinn af akstrin- um. Ég hafði hlakkað til friðsamlegrar guðsþjónustu og að hitta fyrir traustan og öruggan söfnuð. Ég hafði ekki haft minstu hugmynd um þessa deilu, sem hafði blossað upp síðasta misserið. Hringjarinn kom inn í skrúðhúsið: „Bráðum sprengja þeir vcgg- ina, það er fult af þrætumönnum og andstæðingum barnaskírnar- innar; loftið er hlaðið rafmagni.“ Ég man ekki, um hvað ég prédikaði. Það var ekki erfitt fyrir þessum söfnuði. En ég fann, að ég myndi fá mig fullreyndan á því, að hefja nú þegar barnaspurningar í jafnþungu lofti og orðið var í kirkjunni. Ég bað prestinn því að spyrja börnin fyrstu 10 mínúturnar, svo að ég gæti hvílst ofurlítið. Ég hné nærri því niður á stól í kórnum, og það fór eins og rafmagnsstraumur gegnum mig, þegar ég heyrði prestinn segja við börnin: „Nú skulum við tala saman um barnaskírnina, ég ætla að byrja — svo endar biskupinn“. Ég skelfdist. Orðugleikarnir risu eins og fjöll. Og á fáum mínútum þurfti að yfirstíga þá. En mínútur — í þessu andrúmslofti, vandamálið um barnsskírnina — var það ekki sama sem að gefast upp fyrir fram, skák og mát. Ég gat ekki einu sinni hugsað. Nú kom allur aksturinn og næturvök- urnar mér í koll. Ég leit á úrið. Tíu mínúturnar voru að líða á enda. Presturinn var einmitt kominn að aðalvandanum, sem um var deilt. Ég baðst fyrir. Mér fanst mig bresta allan þrótt í þessum kringumstæð- um, bæði líkamlegan og andlegan. Ég sagði aðeins: „Himneski faðir, ég veit ekkert, og svo byrjaði ég á „Faðir vor“ ....... Þegar ég stóð frammi í kórnum með börnin fyrir framan mig og söfnuðinn alstaðar, á gólfinu, í krókunum, á göngunum og loftunum, þá var ég eins sneyddur hugsunum og framast getur orðið. Engin hugsjón vakti fyrir mér, engin uppistaða í viðtal, og ég vissi ekki einu sinni, hvernig ég ætti að byrja. En eitthvað varð ég að segja. Gömul reynsla hefir kent mér það, að í full- komnum vandræðum er engu lakara að leggja strax á örðugsta hjallann. Ég sagði svo: „En, börn, geta nú þessi litlu börn, sem borin eru til skírnar, geta þau átt trú?“ Ég var svo öruggur um það, að þau hefðu rétta svarið á takteinum, úr skólanum og náms- bókunum. Nei, hljómaði um kirkjuna, nei, í einu hljóði. Það munaði ekki miklu, að ég skylli aftur á bak. Á þessu hræðilega augabragði rann upp ljós fyrir mér. Ég sá við reiðarslagið tvö blá barnsaugu yfir skírnarfonti og tvo hnubb-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.