Kirkjuritið - 01.12.1938, Page 28
398
E. B.: Börnin á Hálogalandi.
Nóv.—Des.
að verða fær um að sólunda því, sem maður á. Ég kann engin ráð,
ef Guð krefst af mér einhverra afreka eins og inngönguskilyrða í
ríki hans. en hann krefst þeirra ekki. Hann gefur. Hann gefur
t-rúna líka. Fullorðna fólkið á langtum erfiðara með að taka á
móti gjöf Guðs heldur en litla skírnarbarnið, sem við berum fram
fyrir hann, því að hugur fullorðna fólksins er þrunginn mótþróa
gegn Guði. Hann sleppir ekki af okkur hendinni fyrir því. En
skyldi það vera auðveldara fyrir Guð að gefa fullorðna fólkinu,
sem svona er, gjafir sínar heldur en litlu barni. Nei, við verðum
að læra það á ný, hvað trúin er, áður en við getum sagt meira
um barnaskírnina og fengið réttan skilning á henni. Trúin er
ekki afrek mín. Trúin er gjöf Guðs til mín fyrir Jesú Krist. Og
nú börn, segið mér, finst ykkur við geta farið með ungbörnin
til Guðs og látið skíra þau til Guðs ríkis?
„Já“, svöruðu þau, innilega. Það var svo hljótt í kirkjunni, að
ég hvíslaði aðeins: „Amen.“ En það heyrðist samt.
Alla æfi mína mun ég minnast þess, sem ég lærði hjá Idari
Björnar Skog.
STÖKUR
eftir séra Kjartan Helgason, Baldvin Jónatansson í Víðiseli og
séra Matthías Jochumsson:
K. H. Ljáðu, faðir, ljós og yl
landinu mínu kalda,
og lof mér, því mig langar til,
á ljósinu einu að halda.
B. J. Syngja fagurt sumarlag
svanir á bláum tjörnum.
M. J. Guð er að bjóða góðan dag
grátnum jarðarbörnum.