Kirkjuritið - 01.12.1938, Síða 32
402 Ö. V.: Suðureyrarkirkja í Súgandaf.
Nóv.—Des.
4. Tveir altarisstjakar frá frú Láru Ó. Kolbeins á stað.
5. Númeratafla frá hr. Kr. Arnóri Kristjánssyni, húsgagnasmið í
Reykjavík.
Allir eru munir þessir mjög vandaðir og svo fagrir, að sann-
arlegt augnayndi er hverjum, sem sér þá. Verðmæti þeirra mun
vera að minsta kosti 3500 krónur.
Þess skal ennfemur getið, að hr. Kristján Albert Kristjánsson
kaupmaður og systkini hans gáfu lóð undir kirkjuna.
Pyrir nokkurum árum voru þau hjónin, frú Anna Ingvarsdóttir
og hr. Jónas Tómasson tónskáld frá Isafirði, á ferð hér og efndu
til hljómleika og stofnuðu með ágóðanum „Orgelsjóð Suðureyrar-
kirkju“. Af skiljanlegum ástæðum beindist fjársöfnunin meira að
kirkjunni sjálfri en þessum sjóði, og hafði hann því ekki náð
miklum vexti, er til þess kom, að kaupa hljóðfæri fyrir kirkjuna,
en án þess gat kirkjan vitanlega ekki verið. Og með því að
kirkjubyggingarnefndinni þótti það ekki viðeigandi, að skila kirkj-
unni af sér án þess að hljóðfæri fylgdi heeni, afréð hún að
festa kaup á orgeli, sem talið er 2000 kr. virði. En í sambandi við
kaupin bættust enn við vini kirkjunnar þau hjónin frú Guðrún
Friðriksdóttir frá Mýrum og hr. forstjóri Karl Ryden í Iíeykjavík,
sem gáfu til kaupanna 200 krónur. Og enn hafa sjóðnum borist
gjafir frá ýmsum. En þrátt fyrir þetta er skuld vegna orgelkaup-
anna 700 krónur, og er það hin eina skuld, er á kirkjunni hvílir
nú. En vonandi hverfur hún áður en langt um líður.
Að lokum vil ég þakka af alhuga öllum nær og fjær, sem á einn
eða annan hátt hafa unnið að byggingarmáli Suðureyrarkirkju,
og eiga fyrst og fremst allir Súgfirðingar þar óskiftar þakkir-
Allar þcssar gjafir, smáar og stórar, eru mikils virði. En meira
virði er sá hlýi hugur til málefnisins og ræktarsemi sú, er gefend-
ur bera til átthaga sinna, sem stendur á bak við gjafirnar.
Að minni hyggju hafa Súgfirðingar unnið þrekvirki með bygg'
ingu Suðureyrarkirkju. Og byggingarsaga hennar ber þess Ijós
merki, að hér ríkir góður andi, og að samtök og góður vilji fa
miklu til vegar komið.
Ég er sannfærður um, að Suðureyrarkirkja verður söfnuðinum
til sannrar gleði og Guðs blessunar á komandi tímum. Og það er
einlæg ósk mín, að eins og kirkjan gnæfir há og tignarleg yf*r
Suðureyrarkauptúni, svo séu hugsanir Súgfirðinga hátt hafnar
yfir alt dægurþras, þegar til stórra átaka kemur.
Súgfirðingar! Verum ávalt minnugir þess, að sameinaðir stönd-
um vér en sundraðir föllum vér.
Guð blessi framtíð Súgandafjarðar.
Örnólfur Valdemarsson.