Kirkjuritið - 01.12.1938, Síða 34
Í04
Jón Helgason:
Nóv.—Des.
sem fylsta grein trúarlífsins, þ. e. þess, sem er innihald
trúar hans. Mætti jafnvel orða þetta á þá leið, að hver
trúaður hugsandi maður myndi sér, vitandi eða óvitandi,
sína eigin guðfræði, því að „guðfræði“ er ekki annað
en tilraunir trúaðra hugsandi manna til að gera sér grein
innihalds trúar sinnar. Eðlilega fer þá svo, að trúarskoð-
anirnar geta orðið margvíslegar og hver annari frá-
hrugðnar, einnig þar sem menn eru sammála um, að
trúin á Jesúm Krist sé hið mikla meginatriði trúar-
innar. Þetta vita menn og viðurkenna og geta látið það
liggja sér i léttu rúmi meðan hlutaðeigandi kveður ekki
upp úr með frábrigðilegar skoðanir sínar. Sé hins vegar
einhver einstaklingurinn svo gerður, að honum finnist
hann ekki geta látið þær skoðanir sínar liggja í þagnar-
gildi, af því að hann hefir sannfærzt um, að þær væru
réttari eu aðrar, sem haldið liefir verið fram, þá koma
hinir fram, sem hafa myndað sér aðrar skoðanir, sem
þeir telja réttar og hefja mótmæli. Þannig eru alla.- trú-
máladeilur orðnar til. I instu rót sinni eru þær ekki ann-
að en deilur um skoðanir liver sé réttastur skilningur
á trúarinnihaldinu.
Um þetta, að trúiu á Jesúm Krist sé hinn óhagg-
anlegi meginkjarni og þungamiðja kristindómsins, er
sem sé enginn ágreiningur með kristnum mönnum. Um
það eru þeir allir sammála, að lífsskoðun, hversu guð-
rækileg sem hún er í eðli sínu, sé ekki kristileg, ef ekki
er haft neitt tillil til þessa meginkjarna sem þungamiðju
kristindómsins, og þá ekki heldur sá kristinn, sem ekki
viðurkenni Jesinn Krist sem megin-trúarstaðreynd krist-
indómsins. Sá sem aftur á móti viðurkennir trúna á
Jesúm Krist sem meginatriði hinnar kristilegu lífsskoð-
unar og Jesúm Krist sjálfan sem megin-trúarstaðreynd
kristindómsins, liann ber kristið nafn með rjettu alt að
einu þótt liann í skilningi sínum á þessari viðurkendu
meginstaðreynd trúarinnar fari kannske aðrar leiðir en