Kirkjuritið - 01.12.1938, Page 36

Kirkjuritið - 01.12.1938, Page 36
40(5 Jón Helgason: Nóv.—Des. mótast fyrir vandlega íhugun ýmsra ágætismanna kirkj- unnar á liðnum öldum, þá er því sízt að neita, að þetta iiefir haft liina mestu þýðingu fyrir trúarafstöðu vora og þrosluin skilnings vors á innihaldi trúar vorrar. En svo mikilvægt sem það er að eiga skilning fyrri tíðar trú- aðra kristinna manna og að tileinka sér hann, þá er þó trúin í guðrækilegum, kristilegum skilningi, meira en þetta, að gjalda jákvæði skoðunum fyrri tíma manna á þessu, live ágætir sem þeir hafa verið. Til þess að þetla megi verða oss ljóst, skulum vér minnast þess, að trú i guðrækilegum, kristilegum skiln- ingi var til áður en nokkur stafur Nýja testamentisins var ritaður og eins áður en þeir ágætismenn komu til sögunnar, sem vér með réttu teljum oss vera í mestri þakkarskuld við fyrir útskýringar þeirra á eðli og inni- haldi trúarinnar á Jesúm Krist. Það sem á holdvistar- dögum Jesú og af lionum sjálfum var tekið gilt sem trú — sem frelsandi, sáluhjálpleg trú, þetta sama hlýtur að standa í sínu fulla gildi fram á þennan dag. Vér skulum snöggvast líta til þeirra manna, sem í Nýja testamentinu segir, að Jesús hafi talið trúaða menn. Lítum á kan- versku konuna, hundraðshöfðingjann í Kapernaum, samkunduhússstjórann Jaírus, hlóðfallsajúku konuna, tollheimtumanninn Sakkeus, hlindfædda manninn, - alla þessa menn, sem þar fá þann ótvíræða vitnisburð sumpart af vörum Jesú sjálfs, sumpart af höfundum hinna helgu rita, að þeir hafi trúað á Jesúm — og þar átl þá trú, sem nægði þeim til hjálpar. Enginn þessara manna þektu vitnishurð höfunda Nýja testamenlisrit- anna og því síður höfðu þeir hið minsta hughoð um kennisetningar kirkjunnar, sem mvndast löngu siðar, og þó segir .Tesús um Jiessa menn, að trú þeirra hafi frelsað þá. Af þessu ættum vér að geta ráðið, að svo mikils virði sem það óneitanlega er fyrir oss að taka trúanlegan vitnisburð hinna helgu höfunda Nýja testamenfisrit-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.