Kirkjuritið - 01.12.1938, Page 46
416
Jón Helgason:
Nóv.—Des.
safnaðar, um guðdóm Jesú Krists — að Jesú Kristur sé
Guð — „sannur Guð af sönnum Guði“, eins og grísku
kennifeður kirkjunnar til forna orðuðu það.
En hvað felst í þessari játningu? Ég vil reyna að gera
grein fyrir þvi i eins stuttu máli og mér er frekast unt,
þótt ég hins vegar kenni vanmáttar míns til að gefa full-
nægjandi útskýringu. Því að hér er vissulega komið inn
á svið, þar sem auðveldara er að gefa sig á vald tilfinn-
ingum sinum, en að gefa útskýringu, sem menn taki al-
ment gilda, auðveldara að hvíla hjarta sitt í leyndar-
dóminum, en að fnllnægja kröfum réttrar hugsunar, þvi
að þegar ræða er um guðdómleika mannsins Jesú, þá
er komið inn á svið leyndardómsins, - en „leyndardóm-
inn tilbiðjum vér, en útskýrum hann ekki,“ hefir einn af
kirkjufeðrunum sagt og þau orð halda sinu fulla gildi
enn i dag.
Þegar vér tölum um guðdóm Jesú Krists, þá verður að
hafa það lnigfasl, að með þessu viljum vér ekki draga
liið minsta úr sönnum manndómi lians, því að ekkert er
áreiðanlegra en að Jesús Kristur var sannur maður og
j)að svo fullkominn maðnr, að segja má, að hann sé eða
liafi verið eini maðurinn, sem lifað liefir á þessari jörð,
er algjörlega samsvari þeirri mynd af manninum, sem
stóð skaparanum fyrir hugskotssjónum er hann i önd-
verðu skóp manninn eftir sinni mynd. Iljá engum nema
Jesú Kristi hefir skaparinn fengið að líta manninn eftir
sinu lijarla algeran, heilagan, guðdómlegan mann.
En eins og ég get talað um guðdómlegan mann þar sem
Jesús er, eins get ég með sama sanni talað um mann-
legan guðdóm, þar sem hann er, þvi að það er ekki ann-
að en þetta, sem fyrir postulanum vakir er hann talar
um „Guð opinberaðan í holdi“.
Huginyndin um guðdóm Jesú Krists er til vor komiu
úr sjálfu Nýja Testamentinu. Hefði ég ekki fundið hana
þar, hefði ég aldrei dirfzt að lala um guðdóm í sambandi