Kirkjuritið - 01.12.1938, Side 48

Kirkjuritið - 01.12.1938, Side 48
118 Jón Helgason: Nóv.—Des. þessa sömu fylling (iuðs dýrðar. Þetla gelur því aðeins orðið, að þessar verur, sem liann gæddi skynsemi og frjálsræði, séu þess fúsar að veita honum viðtöku, svo að í þessu tilliti verður það ávalt, livað oss snertir, hið dýrlega framtiðartakmark allra, sem Guðs börn vilja kallast, að einnig vort líf fyllist Guðs dýrð. Aðeins einn maður hefir náð þessu takmarki hér á jörðu maður- inn Jesús Kristur. Hann var þegar í þessum heimi á al- gjörleika-stigi það, sem vér sjáum aðeins i hyllingu, sem hið dýrlega takmark trúar- og vonar-hugsjónar- innar, sem í vændum sé á landi eilífðarinnar. En á hverju byggi ég það, að Jesús hafi þegar í þessum lieimi náð þessu guðdómlega takmarki? Ég hyggi það á kær- leika hans, heilögum kærleika hans, sem alt lif hans er svo þrungið af, livar sem hann her mér fyrir augu í hinni heilögu sögu og í vitnisburði lærisveina lians. En kærleikurinn er insta eðli guðdómsins. Guð er kærleikur. Fylling guðdómsins er kærleikur hans. Og þegar vér luigleiðum þetta, þá verður oss skiljanlegt réttmæti þeirrar játningar, sem kirkja Jesú Krists hefir lagt trú- uðum játendum sínum á varir og þeir aftur með hrifn- ingu trúargleðinnar á öllum öldum borið fram sem per- sónulega játningu sína: Jesús Kristur er Guð. Kærleiks- eðli lians er mér guðdómseðli, kærleiki Jesú Krists er mér Guð í Kristi. En með þessu hefi ég' ekki sagt annað en það, sem felst í orðum Páls postula: „I honum bjó fylling guðdómsins líkamlega“. Og með þessum hætti hverfur mér allur ósamrímanleiki þessara andstæðna, sem í fljótu hragði virðist vera svo átakanlegar: Sannur maður og þó Guð. Sannur Guð og þó maður! Ég ætla mér nú sízt þá dul, að með þessu, sem nú hefir verið sagt, sé til fulls ráðið fram úr öllum leyndar- dómi veru hans. Ráðning hans heyrir eilífðinni til. Hér liefir aðeins verið vikið að þessu eina atriði leyndar- dómsins, sem ávalt blasir við hugsun vorri á nálægu

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.