Kirkjuritið - 01.12.1938, Síða 55

Kirkjuritið - 01.12.1938, Síða 55
Kirkjuritið. HIMNAFÖRIN. ATHUGASEMDIR MEÐ MYNDINNI. Lúkas guðspjallamaður segir á tveim jstöðum frá himnaför Jesú. Styttri frásögnin er í síðasta kapítula guðspjallsins, en hin er í fyrsta kap. Postulasögunnar. Mark. segir einnig, mjög stutt, frá himnaförinni. Eftir báðum frásögnum Lúkasar, fór atburður þessi fram á Olíufjallinu, rétt hjá Jerúsalem. Er ferðamönnum enn sýndur staðurinn á Olíufjallinu, þar sem Jesús stóð, er hann varð upp numinn. Lúkas segir: „Og hann fór með þá í nánd við Betaníu, og hann hóf upp hendur sínar og blessaði þá. Og meðan hann var að blessa þá, skildist hann frá þeim og varð upp numinn til himins.“ Postula- sagan bætir við: „Og ský nam hann frá augum þeirra." Myndin á að sýna þetta augnablik, er Jesús lyftir höndum og blessar þá. En skýið, sem nam hann frá augum þeirra, er að myndast. í baksýn sést borgin. Matteusarguðspjall segir ekki bcinlínis frá himnaförinni. En niðurlagsorð þess eru svo dásamleg, að þau verða aldrei skilin frá þessum skilnaðaratburði. Ef Matteus segði ekki, að þau væru töluð á fjalli í Galíleu, myndi enginn hika við, að telja þau síð- ustu skilnaðarorð Jesú við þessa jörð og lærisveina hans: „Sjá, eg er með yður alla daga, alt til enda veraldarinnar.“ Myndin er því raunverulega gerð um þetta dásamlega fyrirheit. En hún er staðsett á Olíufjallinu vegna Lúkasarfrásagnanna. * Ef til vill langar einhvern til þess að vita, „hver er hver“ af postulunum ellefu. En um það verður hver af hafa sína skoðun, enda sjást ekki andlit þeirra allra. Þó eru það vafalaust Pétur °g Jóhannes, sem mest ber á, á miðri myndinni, Jóhannes sá vngri og ákafari. Pétur krýpur í tilbeiðslu. Myndin er gerð sem altaristafla, og er 1 X l/i meter að stærð. M. J.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.