Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1938, Qupperneq 55

Kirkjuritið - 01.12.1938, Qupperneq 55
Kirkjuritið. HIMNAFÖRIN. ATHUGASEMDIR MEÐ MYNDINNI. Lúkas guðspjallamaður segir á tveim jstöðum frá himnaför Jesú. Styttri frásögnin er í síðasta kapítula guðspjallsins, en hin er í fyrsta kap. Postulasögunnar. Mark. segir einnig, mjög stutt, frá himnaförinni. Eftir báðum frásögnum Lúkasar, fór atburður þessi fram á Olíufjallinu, rétt hjá Jerúsalem. Er ferðamönnum enn sýndur staðurinn á Olíufjallinu, þar sem Jesús stóð, er hann varð upp numinn. Lúkas segir: „Og hann fór með þá í nánd við Betaníu, og hann hóf upp hendur sínar og blessaði þá. Og meðan hann var að blessa þá, skildist hann frá þeim og varð upp numinn til himins.“ Postula- sagan bætir við: „Og ský nam hann frá augum þeirra." Myndin á að sýna þetta augnablik, er Jesús lyftir höndum og blessar þá. En skýið, sem nam hann frá augum þeirra, er að myndast. í baksýn sést borgin. Matteusarguðspjall segir ekki bcinlínis frá himnaförinni. En niðurlagsorð þess eru svo dásamleg, að þau verða aldrei skilin frá þessum skilnaðaratburði. Ef Matteus segði ekki, að þau væru töluð á fjalli í Galíleu, myndi enginn hika við, að telja þau síð- ustu skilnaðarorð Jesú við þessa jörð og lærisveina hans: „Sjá, eg er með yður alla daga, alt til enda veraldarinnar.“ Myndin er því raunverulega gerð um þetta dásamlega fyrirheit. En hún er staðsett á Olíufjallinu vegna Lúkasarfrásagnanna. * Ef til vill langar einhvern til þess að vita, „hver er hver“ af postulunum ellefu. En um það verður hver af hafa sína skoðun, enda sjást ekki andlit þeirra allra. Þó eru það vafalaust Pétur °g Jóhannes, sem mest ber á, á miðri myndinni, Jóhannes sá vngri og ákafari. Pétur krýpur í tilbeiðslu. Myndin er gerð sem altaristafla, og er 1 X l/i meter að stærð. M. J.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.