Kirkjuritið - 01.12.1938, Síða 56
Nóv.—Des.
BRYNJÓLFUR ÞÓRÐARSON
LISTMÁLARI.
Á næstliðnu sumri (5. ág.) andaðist eftir uppskurð á spítala
hér í bænum Brynjólfur Þórðarson listmálari.
Þykir ástæða til að minnast þessa listmálara í tímariti þessu
vegna þess, að hann hefir, meira en nokkur annar núlifandi list-
málara vorra, unnið að því að skreyta kirkjur vorar með altaris-
töflum. — Það, sem fyrst vakti athygli mina á Brynjólfi sál. sem
altaristöflumálara, var altaristafla, sem hann hafði málað handa
kirkjunni á Hvanneyri í Borgarfjarðarsýslu. Þóttist ég þá sjá, að
meðan þessa málara nyti við, væri ekki þörf á að leita til útlanda
til þess að fá gerðar altaristöflur. En það hafði verið gert í tíð
beggja fyrirrennara minna í biskupsembætti og eins af sjálfum
mér framan af, af því að ekki þóttu verk hinna innlendu listmál-
ara, sem fáanlegir voru til að sinna slíkum verkefnum, fullnægja
þeim kröfum, sem gera verður sérstaklega til altaristaflna, þótt
ekkert væri að athuga við verk þeirra frá almennu listrænu sjón-
armiði. Þótti mér því sjálfsagt að leita til Brynjólfs sál., hvenær
sem ég eftir þetta var beðinn að útvega altaristöflu, og fékk ég
aldrei ástæðu til að iðrast þess. Því ég kyntist þar sem hann var
ekki aðeins ungum og efnilegum listmálara, sem pentskúfurinn
lék í hendi, heldur einnig listmálara, með næmasta skilningi á
einmitt þeim kröfum, sem gera verður til listaverka, sem hafa
það ákveðna hlutverk að hafa áhrif til sálunota á þá, er í guðshús
ganga sér til trúarstyrkingar og eflingar guðssambandi sinu í
gleði og sorg. En það gerði Brynjólfi sál. ljúft og létt að fullnægja
þessum kröfum, að hann var sjálfur trúhneigður maður með
djúpri lotningu fyrir því, sem heilagt er og háleitt, enda sá þessa
hins sama einnig vott í hinni ljúfmannlegu og yfirlætislausu fram-
komu hans.
Brynjólfur sál. var fæddur að Bakkakoti á Seltjarnarnesi 1906
og var aðeins réttra 32 ára er hann andaðist. (Foreldrar hans
voru hjónin Þórður Jónsson, # ættaður frá Efritungu í Fróðár-
hreppi, og kona hans Halldóra Ó. Jónsdóttir, er seinna átti Þórð
Jónsson í Ráðagerði). Hafði hann hin síðari árin átt við tilfinn-
anlegt heilsuleysi að stríða, er einatt batt hann hömlum í starfi
hans, sem hann elskaði og lagði við hina mestu alúð, já, ef til vill
um fram það, sem hin veika heilsa leyfði.
Litmyndin framan á kápu Kirkjuritsins er af altaristöflu eftir
hann, ófullgjörðri, en mjög fagurri. Hvítu deplunum er ætlað að
auka svip hennar. Prentmyndastofan Leiftur hefir gjört mótin.
J. H.