Kirkjuritið - 01.12.1938, Side 59

Kirkjuritið - 01.12.1938, Side 59
Kirkjuritið. Hringjarinn gamli 429 Aldurhniginn kirkjuvörður starði upp í turninn, skygði hendi fyrir augu og reyndi að sjá Mikheyich. „Hvað viltu? Hér er ég,“ svaraði hringjarinn og leit niður úr turninum. „Sérðu mig ekki?“ „Nei. Það hlýtur að vera kominn tími til að hringja. Hvað heldur þú?“ Báðir horfðu þeir á stjörnurnar. Ljós Guðs blikuðu, þúsundir þúsunda. Mikheyich hugsaði sig um. „Nei, ekki alveg ennþá.... Ég veit hvenær.“ Og hann vissi það sannarlega. Hann þurfti ekki á úri að halda. Stjörnur Guðs myndu segja honum til. Himinn og jörð, skýja- farið, daufur þyturinn í dimmum skóginum og gárarnir á ánni í rökkrinu — alt var þetta nákunnugt honum, hluti af honum. Hann hafði ekki alið hér aldur sinn til einskis. Löngu liðnir dagar birtust fyrir hugarsjónum hans. Hann mint- ist þess, hvernig hann klifraði í fyrsta skifti upp í þennan turn með föður sínum. Guð minn góður. En hve langt var síðan, og þó var það alveg ferskt í huga hans. .. . Hann sá sjálfan sig í anda, bjarthærðan snáða, augun Ijómuðu; vindurinn snart hár hans — ekki vindurinn sá, sem þyrlar upp rykinu á strætunum, heldur undursamlegur blær með hljóðu vængjataki. . . . Langt niðri voru smáverur á kreiki og hreysin í þorpinu virtust heldur lágkúruleg. Skógurinn hafði hörfað frá, og egglaga bletturinn, scm þorpið stóð á, sýndist vera svo feiknastór, svo óendanlegur. „Og þarna er það alt saman,“ tautaði gráhærði öldungurinn brosandi og starði á blettinn litla.... Þetta er gangur lífsins. Þegar maður er ungur, sér hann ekki fyrir endi þess. Og nú er það þarna rétt lófastórt, frá vöggunni til grafarinnar, sem hann hafði, hugsað sér úti í horninu á kirkjugarðinum. .. . Já, Guði sé lof og dýrð. Það var kominn tími til að taka á sig náð:r. Fljótt, mjög fljótt. En tíminn var kominn. Mikheyich leit til stjarnanna enn einu sinni, tók ofan, gjörði krossmark fyrir sér og greip klukku- strenginn. Samstundis kvað við næturloftið af klukkuslaginu. Annað, þriðja, fjórða klukknakallið og hvert af öðru fyltu hið friðsæla, heilaga kvöld máttugum, langdregnum söngvahljóm. Klukkan hljóðnaði. Guðsþjónustan var hafin. Áður hafði Mik- heyich verið vanur því að ganga niður og standa í dyrakrókn- um til þess að biðjast fyrir og hlusta á sönginn. Nú beið hann kyr í turninum. Það var of erfitt að ganga stigaþrepin, og auk þess var hann dáiítið þreyttur. Hann settist á bekk, hneigði höfði og lét hugann reika. „Nú eru þeir að syngja sálm,“ hugsaði hann og þóttist staddur í kirkjunni og heyra barnsraddirnar í kórn-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.