Kirkjuritið - 01.12.1938, Side 60

Kirkjuritið - 01.12.1938, Side 60
130 Korolenko: Nóv.—Des. um og sjá föður Naun sáluga stjórna bænahaldi safnaðarins. Hundruð bændahöfða hnigu og hófust eins og lifandi kornstanga- móða fyrir vindinum.... Bændurnir gjörðu krossmark fyrir sér.... Þetta eru alt vinir hans og kunningjar, þó þeir séu dán- ir. . . . Þarna sá hann föður sinn strangan á svip. og þarna bræður sína biðja heitt. Og sjálfur stóð hann þar líka, hraustur og heilsu- góður og vonaðist eftir mikilli gæfu í lífinu. . . . En hvar var þessi gæfa? Og nú hópuðust að honum um stund hugsanirnar og brugðu birtu á ýmsa kafla í æfi hans. . . . Hann sá erfiði, sorgir, áhyggjur.... Hvar var gæfan? Erfiðið mun rista rúnir jafnvel á andlit æskumanns, beygja sterkt bak og kenna honum að andvarpa eins og eldra bróður hans. Þarna á vinstri hönd, kvenna megin, stóð unnustan hans, ofur- Iítið álút. Góð stúlka. Guð gefi henni að erfa ríki sitt. En alt sem hún varð að þola, aumingja konan. Fátækt og strit og sorgirn- ar, sem hljóta að fylgja æfi konunnar, munu eyða fegurð henn- ar. . . . Jæja, hvar var hennar gæfa?. . . . Einn son áttu þau eftir, en hann var of veikur fyrir til þess að slandast freistingarnar. . . . Alt lá nú þetta að baki. í augum hans var nú öll veröldin tengd við klukkuturninn. þar sem vindurinn stundi í dimmunni og bærði strengina. . . . „Guð metur alt að lokum,“ tautaði gamli maðurinn, laut silfurhvítu höfði sínu og tár féllu hægt um vanga hans. „Mikheyich, Mikheyich. Ertu sofnaður þarna uppi?“ var kallað að neðan. „Hvað?“ svaraði gamli maðurinn og reis á fætur. „Guð minn góður. Hefi ég sofnað? Það hefir aldrei hent mig fyr.“ Og hann greip strenginn með snöggu æfðu taki. Fyrir neðan hann var fólkið á iði eins og í maurabúi. Helgiganga var hafin umhverfis kirkjuna, og fagnaðarlofsöngurinn barst upp lil Mik- heyich. Og hjarta hans tók undir af insta grunni. . . . Honum virt- ust Ijósin loga bjartar, þyrpingin öll lifna við og vindurinn bera söngbylgjurnar á vængjum sér hærra og hærra og láta þær renna saman við háan og hátíðlegan klukknahljóminn. Aldrei hafði Mikheyich gamli hringt svo vel. Það var eins og hjarta gamla mannsins hefði l'arið í dauðan málminn, og ómar klukknanna sungu og hlógu og grétu. Þeir runnu allir í einn tignarlegan samhljóm, risu hærra og hærra upp í blikandi bjartan stjörnuhimininn og liðu titrandi aftur til jarð- arinnar.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.