Kirkjuritið - 01.12.1938, Síða 63

Kirkjuritið - 01.12.1938, Síða 63
Kirkjuritið. Helgir staðir 133 iim kirkjurústina; en um leið og kirkjan var far- in, var úti um hirðuna á garðinum; vörzlugarður- inn í kringum hann sléttaðist út, leiðin urðu að ólögulegum þúfum, ekkert minnir á vígðan reit nema nokkurir leg- steinar með máðu letri á hraðri leið ofan í jörð- ina. Þó er margt af þessu legstaðir merkra manna, og í sumum görðunum hafa kirkjur staðið alt frá fyrstu kristni og fram undir síðustu tíma. Á mörgum þessum stöðum hafa gerst hinir merk- ustu kaflar í okkar kristnisögu. Og þó eru þeir merkastir, sem al- drei hafa verið skráðir, tilbeiðsla og huggunarleit kynslóðanna, sem þarna hefir farið fram um alda- raðir. í hugum allra trú- aðra manna hvílir rík helgi yfir slíkum stöðum. En fáir þeirra bera nokkuð, sem minnir á heilaga jörð. Flestum er þeim lítill sómi sýndur. Þó þekki ég hér eina undantekningu og hún er tilefni þessa greinarkorns. Það er á hinum merka stað, Holti undir Eyjafjöllum. Þar stóð kirkja frá því um 1260 og fram á ofanverða síðustu öld, er hún var færð að Ásólfsskála. Kirkjugarðurinn í Holti var lítt hirtur, illa eða ekki varinn fyri.r ágangi og lítið, sem minti á helgan reit. Þar var slétt yfir öll leiði nema eitt, og nokkur tré höfðu verið gróðursett þar. Þegar núverandi prestur kom að Holti, vakti hann strax at- hygli sóknarnefndarinnar á því, að hér væri umbóta þörf. Gekst hún fyrir efniskaupum á girðingu, sem greidd var með 2% hækk- un á útsvörum safnaðarmanna lögum samkvæmt. Síðan fékk soknarnefnd menn í sjálfboðavinnu til að koma girðingunni upp. Er hún öll smekkleg og vönduð. Síðan var mikið lagað til innan garðs, fleiri tré plöntuð o. fl. gert til prýði; en þar sem um all- Merkið séð aftan frá.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.